Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Ágúst lifandi feginn að stíga upp frá Covid: „Nokkrir dagar voru heitasta helviti”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var veikur af Covid í 12 daga og nokkrir af þeim dögum voru heitasta helvíti. Það voru síðustu veikindadagarnir. Blanda af háum hita, magaverkjum og ógleði, og kvefi, fór illa í mig og þessu fylgdi óvissa um framhaldið“, segir Ágúst Borgþór Sverrisson, fréttastjóri DV, í Facebook færslu í dag. Fjöldi fólks sendir honum þar batakveðjur.

„Síðasta föstudag byrjaði mér að batna og á laugardag vaknaði ég frískur. Síðan hefur leiðin legið upp á við.”

Ágúst hefur dvalið í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg eftir að hafa smitast á Íslenska barnum þann 9. apríl síðastliðinn. Þar dvaldi hann við skrif á skáldsögu í vinalegasta fangelsi heims eins og eins og hann sagði í kvöldviðtali Mannlífs skömmu eftir komuna í sóttkví. Ágúst þurfti þó ekki að vera lengi einn í vistinni á Rauðarárstígnum þar sem í ljós kom að hann hafði smitað konu sína og sátu þau hjónakornin af sér sótkvína saman. Nú sér fyrir endann á dvölinni.

„Á sunnudag verð ég fluttur heim. Ég hlakka mikið til þess dags og til væntanlegrar útiveru. Ég þarf hins vegar að passa mig því samkvæmt bókinni er ég mögulega smitandi, þó að mér þyki það skrýtið. Ég er endanlega laus allra mála um miðjan maí.“

Erla er því miður aðeins á eftir mér en hún er á ellefta degi veikinda. Við vonumst til að hún sé að verða frisk,” segir Ágúst Borgþór.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -