Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ágúst Ólafur hefur fengið upp í kok: Ólíðandi að erfingjar geti eignast allt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki vera hægt og rólega að eignast landið. Það gerir þau gegnum gríðarlega eignarsöfnun í boði íslenskra stjórnvalda. Eigendur fyrirtækjanna og erfingjar þeirra hagnist svo gríðarlega að þeir eiga auðvelt með að kaupa sig inn á önnur svið samfélagsins.

Þingmaðurinn segir að nú, þegar ár er í þingkosningar, eigi almenningur ekki bara að hugsa um framkomu stjórnvalda í garð flóttabarna heldur einnig um sjávarútvegsstefnu. Stórútgerðirnar hagnist svo mjög af auðlindum þjóðarinnar að þær eru meira eða minna að eignast Ísland. Um þetta ritar Ágúst Ólafur færslu á Facebook í tilefni af sjávarútvegsdeginum í dag. „Arðgreiðslur til eigenda útgerðarfyrirtækja er um 62 milljarðar króna á undanförnum 5 árum. Til samanburðar er þessi upphæð næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári,“ segir Ágúst Ólafur.

Ágúst Ólafur bendir á að árlegar arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækjanna hér á landi, sem renni beint í vasa útgerðarmannanna og fjölskyldna þeirra, eru hærri en veiðileyfagjöldin sem eigandi auðlindarinnar fær. Þá bendir þingmaðurinn á að bókfært eigið fé útgerðarinnar hafi verið um 300 milljarðar króna í fyrra.  „Arðgreiðslur eru fyrir utan launin sem þessir kallar fá, eru fyrir utan hagnaðinn sem fyrirtækin þeirra sýna, eru fyrir utan hækkun hlutabréfa þeirra, fyrir utan söluhagnaðinn selji þeir þessi sömu hlutabréf. Veiðileyfagjöld hafa lækkað um næstum helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru orðin lægri en sem nemur þeim kostnaði sem ríkið verður fyrir vegna útgerðarinnar,“ segir Ágúst Ólafur og bætir við:

„Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis. Og eignast meira og minna Ísland. Ætti ekki að kjósa um þessi mál?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -