Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Ágúst telur sig heldur betur svikinn af Apótekaranum: „Þykist vera ódýr en er alltaf miklu dýrari“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ágúst nokkur segir ekki farir sínar sléttar eftir viðskipti sín í tveimur ólíkum apótekum í gær. Í þeim báðum keypti hann sömu vöruna en á þeim var nærri 30 prósenta verðmunur, þrátt fyrir að í dýrara apótekinu hafi verið gefinn 30% afsláttur. 

Ágúst fjallar um málið í fjölmennum hópi á Facebook, Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. Þar segir hann:

„Keypti í gær í lyfjabúðum sem eru hlið við hlið í Mjódd sitthvort boxið af NOW cranberry töflum 100 töflur í boxi, þar sem ég þurfti 2 box endaði ég á að kaupa síðasti boxið í hvorri búð. Ég hélt að það væru góð kaup að versla það á vítamíndögum í Apóteranum með 30% afslætti en annað kom nú heldur betur í ljós.!!,“ segir Ágúst.

Ágúst birti þessar mynd með færslu sinni þar sem verðmunur apótekanna kemur berlega í ljós.

Í öðru tilvikinu keypti Ágúst 100 töflu box í Lyfjavali Mjódd og greiddi fyrir það 1.739 krónur. Þessu næst keypti hann sama box, með sama töflufjölda, í Apótekaranum Mjódd en þurfti þá að greiða 2.239 krónur og þá var búið að draga frá 30 prósent afslátt sem apótekið auglýsti.

Margir tjá sig um þennan verðmun milli Apótekarans og Lyfjavals. Kolbrún er ein þeirra. „Hef tekið eftir þessu og apótekarinn þykist vera ódýr en er alltaf miklu dýrari,“ segir Kolbrún.

Því svarar Ágúst. „Já ég hélt að Apótekarinn ætti að vera ódýrara apótek.“ Stefán er ekki hrifinn af þessu mikla verðmun. „Apótekarinn er í eigu Lyfju og Heilsu og þetta eru okurbúllur,“ segir Stefán.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -