Agzilla gefur út plötu hjá Metalheadz

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Agzilla, eða Agnar Agnarsson eins og hann heitir réttu nafni, sendi nýlega frá sér plötuna Cats can hear ultrasound en hún kemur út á vegum bresku plötuútgáfunnar Metalheadz. Útgáfan hefur verið starfandi frá því snemma á tíunda áratugnum en hún sérhæfir sig í Drum N Bass-tónlist.

Tónlistarmaðurinn og graffiti-snillingurinn Goldie er eigandi útgáfunnar en hann og Agzilla hafa verið vinir í rúmlega 26 ár. Cats can hear ultrasound hefur verið talsvert lengi í vinnslu en lögin á plötunni eru ansi mismunandi, allt frá Drum and Bass yfir í „leftfield“-hús og techno, downtempo, broken beats ofl. Hægt er að lesa viðtal við Agzilla á Albumm.is

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Kardemommubærinn loksins frumsýndur-Leikarar hafa vaxið upp úr skóstærðum

Kardemommubærinn verður loks frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins á laugardag. Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hefur frumsýningu verið frestað...