Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Áheyrnarfulltrúi Pírata dæmdur fyrir hrottalega nauðgun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hælisleitandinn Re­ber Abdi Muhamed var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu hrottlega á kvennaklósetti í febrúar árið 2019. Einungis nokkrum mánuðum fyrr, í september 2018, sendu Píratar fjölmiðlum tilkynningu þar sem þeir sögðu stoltir frá því að hann hafi verið kjörinn áheyrn­ar­full­trúi í fram­kvæmdaráð Pírata.

Morgunblaðið vitnaði í þá tilkynningu en þar kom fram að flokkurinn hafi helst viljað fá hann í framkvæmdaráð. Það hafi þó ekki verið hægt þar sem hann var flóttamaður. Í frétt Morgunblaðsins segir: „Í tilkynningu frá Pírötum kemur fram að Muhamed hafi undanfarna mánuði verið virkur í starfi Pírata og lýstu margir fundargestir yfir óánægju með að Muhamed gæti ekki tekið sæti. Var þá borin upp sú tillaga að hann tæki sæti áheyrnafulltrúa og var tillagan samþykkt.“

Muhamed var líkt og fyrr segir dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað inn á skemmtistað. Meðal gagna í málinu var myndbandsupptaka þar sjá mátti konuna fara inn á salerni rétt eftir klukkan 2 um nótt. Muhamed elti hana þangað og sjást þau kyssast en hún virtist talsvert ölvuð meðan hann allsgáður. Í dómi segir: „Horfi hann í kringum sig, en þegar enginn sé á svæðinu leiði hann brotaþola inn á kvennasalernið. Þar inni séu þau í 22 mínútur, en kl 02:44 sjáist brotaþoli koma út, reikul í spori og ganga upp stigann.“

Konan hlaut sprungu, roða, sár og mar á kynfæri og spöng. Læknir lýsti því svo fyrir dómi að áverkar sem þessir kæmu ekki við venjulegar samfarir. Dómari taldi fullsannað að Mohammed hafi gerst sekur um nauðgunina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -