Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Áhrifavaldar gagnrýndir: Ásakanir um að selja vörur frá AliExpress á margföldu verði

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Líkt og fjallað var um fyrir stuttu þóttu sólgleraugu frá Moxen Eyewear nauðalík sólgleraugum sem fást á AliExpress og Alibaba. Netverjar bentu bæði á hve lík gleraugun voru og verðmuninn, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem neytendur reka augun í slíkt hér á landi. Áhrifavaldarnir og stjörnuparið Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, er fólkið á bak við Moxen Eyewear en þau sögðu rangt að vörur þeirra væru frá netverslunum vinsælu. Gleraugun sem þykja svo lík kosta nokkur hundruð krónur á vefverslun AliExpress og Alibaba, en á bilinu 7.990 til 8.990 krónur hjá Moxen Eyewear. Þrátt fyrir að parið hafi vísað ásökununum á bug, án ítarlegra skýringa, virðast netverjar enn tortryggnir.

Fjögur ár eru síðan Óli Geir var sagður selja úr frá vefversluninni Gear Best á uppsprengdu verði undir merki sínu, Nora-Watches. Þá hefur áhrifavaldurinn Tanja Ýr einnig komist í fjölmiðla vegna skartgripa sem hún seldi undir vörumerkinu Bossbabe. Listinn er ekki tæmandi af þeim aðilum sem sagðir eru hafa keypt vörur af AliExpress og selt þær undir sínu eigin vörumerki á allt að áttfalt hærra verði. Það hefur reynst erfitt að sannreyna hvaðan vörurnar koma í raun og er það því undir neytendum komið, hverjum skal trúa.

Mannlíf ræddi við Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, sem segir svona mál geta verið flókin og það skipti auðvitað máli hvort verið sé að stela hönnun eða ekki. „Framleiðanda sem fjöldaframleiðir einhverja vöru gæti verið nokk sama þótt eitthvert fyrirtæki setji límmiða á vöruna eða breyti henni og selji áfram á hærra verði,“ segir Brynhildur. Hún segir hins vegar mikilvægt að neytendur séu gagnrýnir og spyrji sig alltaf hve mikið þeir séu tilbúnir að borga fyrir vöruna eða vörumerkið og geri verðsamanburð.
„Ef það er verið að stela hönnun geta framleiðendur brugðist við því, en ef framleiðandanum er sama, eins og gæti verið tilfellið í gleraugnamálinu, þá er lítið hægt að gera, annað en að upplýsa neytendur sem fjölmiðlar hafa einmitt gert. Þegar um „alvöru“ vörumerki er að ræða eru fyrirtæki yfirleitt stolt af framleiðslunni og viljug til að upplýsa neytendur um söguna og bakgrunninn. Ef upplýsingar um vörumerkið eru í skötulíki er rétt að spyrja spurninga. Aðspurð hvort hver sem er geti keypt tonnavís af ódýrum vörum og selt þær á uppsprengdu verði, án eftirlits, sagði Brynhildur svo vera. „Já, í rauninni. Verðlag fer að miklu leyti bara eftir því hvað við erum tilbúin að borga, frekar en hver framleiðslukostnaðurinn er.“ Sagði hún hátt verð í sumum tilfellum vera hluta af markaðssetningunni. „Við höldum oft að ef eitthvað sé dýrt þá sé það vandaðra.“ Að lokum sagði Brynhildur mikilvægt að neytendur væru vel vakandi: „Neytendur eiga að spyrja spurninga.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -