Angjelin ítrekar að Hander og félagar hafi átt upptökin að slagsmálunum og að þetta hafi verið þauskipuögð árás af þeirra hálfu. „Málið er að þarna eru dyra­verðir sem eru í vinnunni og þess vegna koma þeir í bæinn til þeirra. Ef ein­hver kemur á þinn vinnu­stað og kýlir þig í and­litið, hvað myndir þú gera? Þetta var bara sýning og sér­stak­lega að gera þetta í mið­bænum. Ef það eru vanda­mál milli mín og ein­hvers myndi ég bara finna þann aðila og berja hann. Af hverju í and­skotanum ætti maður að gera það í miðjum mið­bænum,“ segir Angjelin.