Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Albert býr á tveimur stöðum – „Best finnst mér að gefa gjafir sem eyðast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matgæðingurinn, Albert Eiríksson, er neytandi vikunnar að þess sinni. Hann býr ásamt manni sínum Bergþóri Pálssyni á tveimur stöðum. Annars vegar á Ísafirði þar sem hann er aðstoðarskólastjóri í Tónlistarskóla Ísafjarða og hins vegar í Reykjavík þar sem hann heldur veislur heima hjá sér og tekur á móti fólki. Það hentar honum vel að flakka á milli staða. Einnig heldur hann úti  uppskrifta- og upplýsingavefnum  Albert eldar

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Ég hef verið að nýta mér töluvert tilboð í matvörubúðum á seinni árum. Ég fer vel með hráefni frekar en að leggja ofuráherslu á sparnað. Nýti alla afganga vel og frysti. Einnig vil ég hafa matinn eins hreinan og mögulegt er og forðast unnar vörur. En ég passa ég líka upp á lifa og njóta því það það sem gefur lífinu gildi.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Ég kaupi mér ekki oft föt. En vil hafa þau vönduð þegar ég geri það og alls ekki „einnota “ en auðvitað kaupir maður sér eina og eina sumarskyrtu svona með.  Ég missi mig alls ekki á útsölum, kannski af því að mér finnst ekkert gaman að fara í fatabúðir. Það er vandasamt að velja gjafir og þarf að hugsa það vel. Ég vel síður eitthvað sem fer upp í hillu eða vegg hjá fólki nema þá í samráði við maka. Best finnst mér að gefa gjafir sem eyðast. Hvort sem það er eitthvað matarkyns eða út að borða. Vínflaska er líka klassísk gjöf en hentar ekki fyrir alla. Ég met það í hvert og eitt skipti og vanda mig.

Hverju átt þú erfiðast með  að draga úr kaupum á?

- Auglýsing -

Ég man nú ekki eftir neinu sérstöku en ef ég er erlendis finnst mér mjög gaman að fara einu sinni fínt út að borða eða fara í afternoon tea  sem mér finnst alveg dásamlega skemmtilegt. En þetta er alveg spari, þá klæðum við okkur upp og förum fínt út.

Skiptir umhverfisvernd þig máli? Endurnýtir þú?

Já heilmiklu. Ég reyni að henda eins litlu og ég get. Er svona miðlungs í að endurnýta en hef tekið mig heilmikið á og get auðvitað gert miklu betur eins og flestir.  Hef komist að því að flokkun er ekki eins mikið mál og ég hélt í upphafi. Byrjaði smátt og hef síðan haldið áfram að bæta mig.

- Auglýsing -

Einnig erum við í moltugerð, tökum allan lífrænan úrgang og búum til mold. Þetta er svona fjársjóður sem fór alveg fram hjá okkur. Það er heilmikill lífrænn úrgangur sem kemur frá okkur og virkilega gefandi að stússast í þessu.

Ef við bregðum okkur af bæ í lengri tíma lækkum við alltaf hitann í híbýlum okkar og höfum gert það í fjölmörg ár. Eins er ég farin að hugsa meir um það að láta aldrei vatn renna að óþörfu. Og síðustu ár hefur það gerst. Er að verða meðvitaðri og meðvitaðri með árunum.

Ég ráðlegg fólki að njóta þess að vera til og ekki bíða eftir hlutunum. Bretta bara upp ermarnar og byrja. Við getum öll lagt ýmislegt til þess að líf okkar sé betra og skemmtilegra. Við erum ábyrg fyrir okkar eigin lífi og okkar heislu þarf af leiðandi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -