Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Albertína ætlar að hætta: Saknar Akureyrar og breytinga að vænta hjá fjölskyldunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það hafa verið mikil forréttindi að sitja á́ þingi fyrir Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi þetta kjörtímabil sem nú́ er að renna sitt skeið. Síðustu vikur og mánuði hef ég verið að velta fyrir mér framhaldinu,“ þetta segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í næstu kosningum.

Albertína hafði sett stefnuna á framboð í haust en hefur nú snúist hugur en aðstæður fjölskyldunnar munu taka breytingum í vor. Albertína segir:

„Við eigum von á okkar fyrsta barni,“ segir Albertína og bætir við að þingstörfin séu gefandi og skemmtileg en raunveruleikinn sé þó sá að þingstarfið sé ófjölskylduvænt. Þá saknar Albertína einnig Akureyrar.

„Eftir mikla umhugsun hef ég því́ komist að þeirri niðurstöðu að mig langar að veita nýja verkefninu alla mína athygli næstu mánuðina og hef ég því́ tekið þá́ ákvörðun að gefa ekki kost á́ mér til að taka sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu Alþingiskosningar.“

Ákvörðunin var erfið en sú eina rétta að mati Albertínu. Hún segir:

„Ég óska auðvitað félögum mínum í́ Samfylkingunni alls hins besta og mun áfram leggja mitt að mörkum til að Samfylkingin nái góðum árangri í́ kosningunum í haust, enda trúi ég því að jafnaðarstefnan sé lykillinn að þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -