• Orðrómur

Alda Lóa eiginkona Gunnars Smára: „Ég er að bugast“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Nokkur orð frá eiginkonu,“ segir Alda Lóa Leifsdóttir sem er eiginkona formanns Sósíalistaflokksins, Gunnars Smára Egilssonar:

„Það er fátt hallærislegra en eiginkona stjórnmálamanns og ég kýs mér ekki það hlutverk. Ætlaði ekki að blanda mér á neinn hátt í kosningabaráttuna hans Smára. Ég er auðvitað í Sósíalistaflokknum og styð málefnið heilshugar, ætla að skila rauðu eins og annað fólk með gott hjartalag, en ég vil ekki vera á sviðinu. Mér finnst athygli ekki góð, kann best við mig með vinum mínum og fólkinu sem ég elska.!

Alda Lóa segir að Gunnar Smári sé „öðruvísi. Hans veröld er stór, svo stór að hann getur alltaf komið mér á óvart. Og verandi úr svona stórri veröld þá getur hann gefið mörgum von, blásið baráttuanda í heilu herina, málað upp markmið sem fjöldi fólks heillast af og hjálpar honum svo við að ná. Hann hefur oft gert þetta. Þegar hann byggði upp Fréttablaðið, þegar hann bjargaði fjárhagsstöðu SÁÁ, þegar hann breytti Fréttatímanum í málgagn þeirra sem minna mega sín og þegar hann ákvað einn daginn að stofna Sósíalistaflokk Íslands. Hann gerði þetta auðvitað ekki einn, en hann er eldurinn sem kveikir upp baráttuna.“

Hún færir í tal að það sé „ævintýralegt að hafa fylgt þessum manni í meira en kvartöld, enginn dagur er eins, ný ævintýri taka alltaf við og allt hefur svo mikla merkingu. Þess vegna elska ég Smára. Hann er stór.“

En það er aldrei svo að það sé ljós en enginn skuggi, og á það bendir Alda Lóa:

„Þessu hafa fylgt skuggar. Alla þessa öld hefur skuggi Sjálfstæðisflokksins og skrímsladeildar hans legið yfir heimili okkar. Þegar Smári var á Fréttablaðinu og felldi Moggann var hann útmálaður sem hættulegur maður. Þegar hann var á SÁÁ var grafið undan hans góða starfi. Þegar hann var á Fréttatímanum var legið í þeim sem komu með honum að blaðinu um að snúa við honum baki. Þegar hann studdi framboð Sólveigar Önnu í Eflingu var hann sakaður um að ætla að ræna sjóðum stéttafélagsins. Og þegar Sanna bauð sig fram til borgarstjórnar var hún spurð hvernig hún gæti verið í sama flokki og svona vondur maður. Smári þarf ekki einu sinni að vera í framboði til að kosningar snúist um hann.“

- Auglýsing -

Hún bætir við að „í þessari kosningabaráttu hefur skrímsladeildin elt Smára uppi, reynt að gera karakter hans vafasaman, reynt að halda því fram að hann ætli sér allt annað en hann segir og meini allt annað en það sem hann leggur fram.

Ástæðan er auðvitað að þau óttast hann. Þau eru fá sem þola álíka árásir áratugum saman og halda áfram að berjast.“

Alda Lóa segir að hún sjálf hafi oft verið við það að „bugast. Það er ekki gaman að búa á heimili sem er undir linnulausum árásum valdamesta fólks landsins. Stundum skil ég ekki hvers vegna það læðist að mér skömm yfir þessu ástandi, eins og við berum ábyrgð á því en ekki ofbeldisfólkið sem kemst upp með að ráðast á og reynir að buga allt fólk sem rís upp gegn valdi þess. Stundum er ég við það að missa trú á samfélaginu. Og ég er þar núna, þar sem ég skrifa þetta. Kannski mun ofbeldisfólkið alltaf vinna. Kannski er von okkar hinna ekki nógu sterk.

- Auglýsing -

Smári er hins vegar inn í stofu að ræða við fólk í flokknum um hvernig við klárum kosningabaráttuna og Sóley dóttir okkar inni í sínu herbergi að æfa fiðlukonsert nr. 9 eftir Beriot.“

 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -