Álfar og tröll gera sig heimakomin á Húsavík

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Alls kyns furðuverur farnar að sjást við álfabæinn á Húsavík.

„Við vitum ekki hvaðan þau komu,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri Könnunarsafnsins á Húsavík og hótelstjóri Húsavík Cape Hotel, um litlar trölla- og álfafígúrur sem hefur verið stillt upp við álfabæinn vinsæla sem Örlygur og félagar endursköpuðu úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Í byrjun júlímánaðar opnaði Örlygur og félagi hans Leonardo Piccione barinn Jaja Ding Dong Húsavík sem heitir eftir samnefndu vinsælu lagi úr myndinni fyrrnefndu við góðar undirtektir. Í kjölfarið ákváðu Örlygur og Stefán Jónsson að endurgera umræddan álfabæ sem bregður nokkrum sinnum fyrir í myndinni. Bærinn hefur sömuleiðis vakið talsverða athygli og nú hefur einhver með húmorinn í lagi tekið sig til og bætt þar við áðurnefndum fígúrum.

Eins og áður segir veit Örlygur ekki með vissu hvaðan þær koma en segist þó hafa eina góða konu í bænum grunaða. „Lífið er yndislegt. Takk fyrir okkur,“ skrifar hann í færslu á Facebook.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Kardemommubærinn loksins frumsýndur-Leikarar hafa vaxið upp úr skóstærðum

Kardemommubærinn verður loks frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins á laugardag. Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hefur frumsýningu verið frestað...