Fimmtudagur 5. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Allar tennurnar í einni stúlkunni á bænum voru eyðilagðar þar sem hún var lamin svo illa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óhætt er að segja að Margrét Esther Erludóttir fatahönnuður hafi átt erfiða æsku.

Það sem gengið hefur á í lífi hennar er með ólíkindum; um það allt má lesa í frábæru viðtali Mannlífs við þessa mögnuðu konu.

Margrét Esther segir frá dvöl sinni á fósturheimili úti á landi; nefnir sveitabæ á Norðurlandi þar sem voru fleiri börn í fóstri; þar hafi hún verið beitt ofbeldi og að sá tími og það ofbeldi valdi sér miklum sársauka enn þann dag í dag:

„Ég var barin dags daglega“ segir hún.

Margrét er spurð um ríkið og Barnavernd í tengslum við það ofbeldi sem hún mátti ítrekað þola:

„Hvað ríkið, Barnavernd, vildi eyðileggja fólk. Börn. Þar var ég lamin. Ég var barin dags daglega. Ég sá á eftir skólabílnum á hverjum einasta morgni. Ég fékk enga kennslu á þeim bæ. Ég fékk smá að skrifa og lesa. Það var það eina sem ég fékk umfram allar þessar barsmíðar. Það var enginn að bjarga börnunum.“

- Auglýsing -

Hryllingurinn sem hún varð fyrir og vitni að er með ólíkindum; Margrét segir að allar tennur í einni stúlkunni sem var í fóstri á bænum á sínum tíma hafi verið eyðilagðar þar sem hún hafi verið lamin svo illa:

„Þarna var ég algjörlega eyðilögð. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Eins og stendur í gögnum: „Hún labbar á veggi, hún talar við sjálfa sig…“ Þetta sýnir að barnið hefur ekki fengið ástúð eða umhyggju. Ég þurfti að reyna að komast út úr þessu án þess að vera mikið sködduð en ég er það.“

Margrét segir frá því að sonur hjónanna á bænum hafi nauðgað sér:

- Auglýsing -

„Ég var ekki há í loftinu, 12 – 13 ára gömul. Það var mikil drykkja á heimilinu og ég þurfti að sjá um að þrífa það. Svo nauðgaði bóndinn mér. Það var maður sem bjargaði mér,“ segir hún, en það var maður úr sveitinni:

„Hann reyndi að gera allt til að fólk vissi hvað væri að gerast á bænum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -