2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Allir og amma þeirra hafa skoðun á pálmatrjánum

Ekkert lát er á umræðunni um pálmatréin umdeildu á samfélagsmiðlum.

Mikil umræða hefur skapast síðan greint var frá því að tvö pálmatré munu prýða nýja íbúðarbyggð í Reykjavík. Hver einn og einasti landsmaður virðast hafa sterka skoðun á pálmatrjánum, sem eru hluti af listaverki þýsku listakonunnar Karin Sande, eins og sjá má á samfélagsmiðlum. Ekkert lát er á umræðunni.

„Auðvitað fer ekkert framhjá mér að sumir eru hissa og margir fjúkandi reiðir á netmiðlum. Ég get skilið það að vissu leyti. Ég var sjálfur hissa þegar ég sá tillöguna en sannfærðist fljótlega um að þetta verður frábært verk sem á eftir að verða kennileiti nýrrar Vogabyggðar,“ sagði Hjálm­ar Sveins­son, borg­ar­full­trúi og formaður dóm­nefnd­ar í sam­keppn­inni um listaverkið, í samtali við Mannlíf í gær þegar hann var spurður út í þessa miklu umræðu sem hefur skapast.

Sjá einnig: Sjá einnig: Hver er Karin Sander, listakonan á bak við pálmatréin í Vogabyggð?

AUGLÝSING


Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is