Einungis þrír ráðherrar af ellefu hafa ekki vísað því á bug að þeir hafi verið í svallinu sem lögreglan stöðvaði í gær. Það eru Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Það er því ljóst að sá ráðherra sem lögreglan gómaði í gær er meðal valdameiri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Líkt og kom fram í morgun þá segist lögreglan hafa gómað ráðherra í nótt við sumbl ásamt tugum annarra.
Sjá einnig: Lögreglan segist hafa gómað „háttvirtan ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ í svalli
Hinir átta ráðherrar hafa tjáð sig og neitað sök. RÚV greinir frá því að Kristján Þór Júlíusson hafi verið á Akureyri. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Sigurður Ingi Jóhannsson voru í sveitinni. Ásmundur Einar Daðason segist hafa verið í Pictionary með dætrum sínum í gær.
Bæði Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þvertóku fyrir að hafa verið í þessu fyllerí. Vísir náði svo tali af Þórdísi Reykfjörð Gylfadóttur sem var hjá foreldrum á Akranesi, og Guðlaugi Þór Þórðarssyni, sem sagðist vera í Skaftártungum. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarninnar segir svo Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ekki hafa verið viðstadda gleðskapinn.
Fréttablaðið fullyrðir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sé téður ráðherra.