2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Allir sem smituðust borðuðu ís

Þeir sem smituðust af e.coli í Efstadal II eiga það sameiginlegt að hafa borðað ís.

 

Þeir einstaklingar sem smituðust af e.coli í Efstadal II eiga það sameiginlegt að hafa borðað ís. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Þar kemur fram að ekki sé ljóst hvernig smit frá dýrum hefur borist í þá sem veiktust en viðtöl við þá sem veiktust og aðstandendur þeirra leiddu í ljós að allir sem veiktust borðuðu ís í heimsókn sinni í Efstadal II.

„Ekki greindist e. coli O026 í þeim sýnum sem voru tekin af ís, í ísgerðinni og í íssölunni. Hins vegar greindist önnur sermisgerð e. coli eða O115 í einu íssýni og bendir það til þess að ísinn gæti hafa mengast á einhvern hátt frá umhverfi eða starfsfólki. Einnig getur verið að smit hafi verið á höndum sjúklingana eftir snertingu við t.d. kálfa eða hluti í umhverfi og þannig borist í ís eða upp í þá,“ segir í tilkynningunni.

Þess má geta að ísframleiðsla í Efstadal II hefur verið heimiluð á ný eftir að farið var í úrbætur þar sem veitingasvæði, hurðir, gangar og salerni var sótthreinsað. Rými voru málið upp á nýtt og stétt þrifin. Að auki er búið að loka fyrir alla lausagöngu dýra. „Lausaganga verður ekki leyfð fyrr en handþvottaaðstöðu hefur verið komið upp fyrir gesti og aðskilnaður á milli dýra og veitingasvæða efldur,“ segir í grein Matvælastofnunar.

AUGLÝSING


Sjá einnig: Hertar aðgerðir í Efstadal 2: Bakterían útbreiddari en talið var

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is