Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Allir stjórnmálaflokkar nema Framsókn og Miðflokkur vilja rannsaka starfsemina að Kleppjárnsreykjum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þingmaður Pírata, Gísli Rafn Ólafsson, og átján aðrir þingmenn allra flokka nema Framsóknarflokks og Miðflokks, hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur úr VG, verði falið að skipa nefnd til að rannsaka starfsemi vinnuhælisins að Kleppjárnsreykjum á árunum 1942 til 1943.

Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.

Kemur þetta fram í frétt RÚV.

Nú er komið í ljós að tugir stúlkna voru leiddar fyrir dóm vegna samskipta þeirra við breska og bandaríska hermenn, eftir að ungmennaeftirliti var komið á laggirnar innan lögreglunnar hér álandi árið 1942.

Í allt sættu fjórtán stúlkur vistun á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði; hafa komið fram vísbendingar um að þær hafi sætt afar slæmri meðferð á hælinu.

Vilja flutningsmenn frumvarpsins leggja höfuðáherlu á að rannsakaðar verði aðgerðir yfirvalda til að sporna við samskiptum íslenskra kvenna við erlenda hermenn, breska og bandaríska, í kjölfar hernámsins árið 1940, en þá stigu Bretar hér á land og ekki löngu síðar Bandaríkjamenn, sem voru síðan með herlið á Íslandi framyfir síðustu aldamót.

- Auglýsing -

Flutningsmenn frumvarpsins segja að það verði að kanna mjög ítarlega, og í raun fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll, hvort mannréttindabrot hafi verið framin af hálfu íslenskra yfirvalda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -