2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Allt sem þú þarft að vita um Eurovision á næsta ári

Hin ísraelska Netta kom, sá og sigraði í Eurovison í Lissabon með lagið TOY. Það er því ljóst að keppnin verður haldin í Ísrael að ári. Hún sagði sjálf að við myndum hittast í Jerúsalem á næsta ári og forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu sagði á samfélagsmiðlum að keppnin yrði haldin í Jerúsalem. Það hefur valdið talsverðum hita þar sem Jersúsalem er almennt ekki viðurkennd borg í Ísrael vegna deilna Ísraelsbúa og Palestínumanna. Hugsanlega verður því keppnin haldin í Tel Aviv. Óvíst er hvort einhverjar þjóðir eigi eftir að sniðganga keppnina vegna fyrrnefndra deila.

Stórar hallir sem geta hýst Eurovision-keppnina er bæði að finna í Jerúsalem og Tel Aviv. Í Jerúsalem er Jerúsalem-höllin sem er 41 þúsund fermetrar að stærð og hýsir tæplega sextán þúsund manns. Í Tel Aviv er höllin Menora Mivtachim sem er 23.450 fermetrar og getur tekið rúmlega tíu þúsund manns í sæti.

Stóru löndin fimm; Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Bretland komast sjálfkrafa áfram í úrslit sem og gestgjafinn Ísrael. Auk þess hafa sex lönd nú þegar sýnt því áhuga að keppa á næsta ári. Það eru Eistland, Noregur, Pólland, San Marínó, Serbía og Svíþjóð. Nákvæm dagsetning á keppninni er ekki ljós, en auðvitað verður hún haldin í maí eins og siður er. Lönd hafa þar til um miðjan september til að sækja um þátttöku í keppninni.

AUGLÝSING


Netta hrósar sigri.

Þar sem dagsetning er ekki ljós er heldur ekki ljóst hvenær miðasala hefst en hér fyrir neðan sést hvenær miðasala hefur hafist síðustu ár:

2013: 26. nóvember 2012
2014: 29. nóvember 2013
2015: 15. desember 2014
2016: 26. nóvember 2015
2017: 14. febrúar 2017
2018: 30. nóvember 2017

Síðustu fimm ár hafa miðar farið í sölu í hollum. Seldir eru miðar á níu sýningar, sem eru eftirfarandi að staðartíma:

Fyrri undanriðill

Dómararennsli: Mánudagur kl. 21.00
Æfingarrennsli: Þriðjudagur kl. 15.00
Bein útsending: Þriðjudagur kl. 21.00

Seinni undanriðill

Dómararennsli: Miðvikudagur kl. 21.00
Æfingarrennsli: Fimmtudagur kl. 15.00
Bein útsending: Fimmtudagur kl. 21.00

Úrslit

Dómararennsli: Föstudagur kl. 21.00
Æfingarrennsli: Laugardagur kl. 13.30
Bein útsending: Laugardagur kl. 21.00

Hér má svo sjá skemmtilegt Eurovision-dagatal sem birt er á síðunni Eurovision World, sem fer vel yfir hvað gerist í aðdraganda keppninnar.

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is