2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Allt sem við vitum um seríu 3 af This Is Us

Þriðja þáttaröðin af bandarísku þáttunum This Is Us verður frumsýnd á NBC vestan hafs þann 25. september næstkomandi. Seríunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu enda endaði önnur þáttaröð á ýmsum spurningum sem enn er ósvarað.

Ýmislegt hefur verið gefið upp um þessa þriðju þáttaröð, og til að magna upp spenninginn fyrir henni ákváðum við að kíkja á það sem við vitum um hana.

Átján þættir líkt og fyrr

Fyrsti þátturinn í þriðju seríu á að gerast um það bil einum mánuði eftir afmæli Jacks og þriggja ára afmælis þríburanna, Kevin, Kate og Randall. Þættirnir í þriðju seríu verða átján, líkt og í fyrri seríum.

There’s no you. There’s no me. There’s just US. #ThisIsUs. September 25.

A post shared by This Is Us (@nbcthisisus) on

Tökur hafnar

Framleiðsla þriðju seríu hófst nú í júní, en hér fyrir neðan má sjá mynd af Instagram þar sem leikkonan Mandy Moore, sem leikur Rebeccu, fer í gervi hinnar gömlu Rebeccu.

AUGLÝSING


Uppvöxtur Jacks

Fleiri endurlit munu einkenna seríuna og verður sjónum sérstaklega beint að uppvexti og ævi Jacks. Aðdáendur eiga eftir að sjá meira af ungum Jack í herklæðum er hann berst í Víetnam.

„Við eigum pottþétt eftir að sjá Jack í Víetnam. Við ætlum að skoða líf Jacks á þrítugsaldrinum og hvað gerði hann að þeim manni sem við þekkjum,“ sagði leikarinn Milo Ventimiglia, sem leikur Jack, í samtali við tímaritið People.

Tilhugalífið rannsakað

Þá mun einnig vera lögð áhersla á samband Jacks og Rebeccu.

„Ég veit að það er tímabil sem ég og Mandy höfum gaman að að leika okkur með,“ sagði Milo í samtali við Entertainment Weekly í maí. „Það væri gaman að sjá hvernig þau kynntust og hvað gerðist eftir fyrstu kynnin.“

Beth er ekki dáin

Á lokamínútunum í seríu tvö sáum við framtíðar Randall segja við framtíðar Tess að það væri kominn tími til að hitta „hana“. Aðdáendur héldu að um væri að ræða Beth, móður Tess og systur hennar Annie, og höfðu áhyggjur af því að þetta þýddi að hún væri dáin, en svo er ekki. Að sögn Susan Kelechi Watson, leikkonunnar sem túlkar Beth, stendur ekki til að Beth deyi í nánustu framtíð. Hún fékk það staðfest frá Dan Fogelman, höfundi þáttanna.

„Það er æðislegt. Það kom mér á óvart og ég er auðvitað þakklát fyrir það,“ sagði Susan í samtali við Deadline fyrr í þessum mánuði. Fyrrnefndur Dan hefur látið hafa eftir sér að áhorfendur muni sjá meira af baksögu Beth, eitthvað sem lítið hefur verið fjallað um.

Hver er dularfulla konan?

Þessi dularfulla kona er því ekki Beth og vilja aðstandendur þáttanna ekki gefa upp hver hún er.

„Ég veit hvaða manneskju framtíðar Randall er að tala um en Fogelman myndi höggva af mér stóru tána ef ég segði hver hún væri,“ sagði Sterling K. Brown, sem leikur Randall, í samtali við Entertainment Weekly. „En ég get sagt ykkur að hún er líklega ekki sú sem þið haldið,“ bætti hann við. Leikkonan Chrissy Metz, sem leikur Kate, bætti við að þessi hliðarsaga hefði ekki góðan endi.

„Þetta er ekki gott. Þetta er mjög átakanlegt.“

Meira af fjölskyldu Tobys

Aðdáendur munu sjá meira af fjölskyldu Tobys, eiginmanns Kate. Við hittum foreldra hans í lokaþætti seríu tvö en fengum lítið að vita um dularfulla bróðurinn sem komst ekki í steggjunina hans. Framleiðandinn Elizabeth Berger sagði í samtali við Entertainment Weekly að við myndum sjá meira af fjölskyldu Tobys í nýju þáttaröðinni.

„Er við fáum betur að kynnast Toby í seríu þrjú þá munum við pottþétt kanna samband hans við fjölskyldu sína á ítarlegri hátt.“

Endirinn ákveðinn

Dan Fogelman sagði á viðburði í maí á þessu ári að hann viti hvernig heildarsaga This Is Us endar. Ekki nóg með það, það er nú þegar búið að taka upp nokkur af lokaatriðunum.

„Við erum komin nokkuð langt á veg. Handritshöfundar okkar og ég erum komin að endalokunum. Við vitum hvernig þetta endar og við höfum skýra leið fyrir hverja þáttaröð. Við höfum alltaf haft plan. Við vildum ekki festast á miðri leið,“ sagði hann í samtali við Deadline.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is