• Orðrómur

Alltaf dýrara að fljúga innanlands en aka

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það er sumar og Íslendingar á flandri um landið. Auglýsingar frá Air Iceland Connect hafa verið áberandi upp á síðkastið það sem boðin eru sérkjör fyrir tvo ef bókað er flug og bíll eða flug og gisting.

Flug fram og til baka

Skoðum hvað kostar fyrir einn, að fljúga fram og til baka frá Reykjavík með Air Iceland Connect. Áfangastaðurinn er Akureyri og brottfarardagurinn er 1. júlí og heimferðin verður farin daginn eftir. Iðulega bætist svokallað farþegagjald við fargjaldið og nemur það 5.210 krónum. Inni í farþegagjaldi er bókunargjald sem nemur 550 krónum, þó svo maður bóki sjálfur hjálparlaust á vefnum, svo er það farþegaskattur sem er hærri á leiðinni norður en suður, eða 1.410 krónur annars vegar og 650 krónur hins vegar. Skýringin á þessum verðmun er sú að ódýrara er að lenda í Reykjavík en á Akureyri. Þ.e. lendingargjöld eru lægri. Við þetta bætist eldsneytisgjald sem nemur 2.600 krónum. Sem sagt þá er kostnaðurinn við flugferðina 33.110 krónur miðað við ofangreindar dagsetningar og einn farþega. Hér má nota ferðagjöfina frá stjórnvöldum og lækkar flugfarið þá um 5.000 krónur og endar í 28.110 krónum.

Kjósi maður að aka frekar þá tökum við dæmi og gefum okkur eyðslutöluna 6 lítrar á hundraðið og lægsta bensínverð á höfuðborgarsvæðinu til að fá sömu tölu í dæmunum sem á eftir fylgja. Þá kostar ökuferðin fram og til baka um 8.500 krónur. Orkan og ÓB taka við ferðagjöfinni um allt land og því er hægt að lækka kostnaðinn við akstur um niður í 3.500 krónur. Það er því 24.610 krónum ódýrara að aka en fljúga þessa leið.

Reykjavík – Egilsstaðir

Notum sömu dagsetningar og brottfararstað en aðra áfangastaði. Til Egilsstaða og aftur heim kostar 37.170 krónur en 32.170 krónur ef ferðagjöfin er notuð.

- Auglýsing -

Sé farið á bíl kostar það tæpar 14.000 krónur eða 9.000 krónur sé ferðagjöfin notuð. Þá er 23.170 krónum ódýrara að aka.

Reykjavík – Ísafjörður

Til Ísafjarðar og til baka kostar 26.080 krónur að fljúga, eða 21.080 krónur með ferðagjöfinni.

- Auglýsing -

Á bíl kostar það 9.800 krónur en 4.800 krónur með ferðagjöfinni góðu.

Má geta þess að hægt er að greiða með ferðagjöfinni hjá N1 á Ísafirði. Það kostar því 16.280 krónum minna að aka en að fljúga á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar.

Þó að það taki skemmri tíma að fljúga en aka á milli staðanna er nokkuð ljóst að það má spara töluvert með bíltúrnum.

Nánar er fjallað um innanlandsflugið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -