Alltaf þess virði að taka áhættu þegar kemur að ástinni

Deila

- Auglýsing -

Nýtt lag um ástina með Yamba og systrunum úr áströlsku sveitinni Storm & Stone.

Það er alltaf þess virði að taka áhættu þegar kemur að ástinni. Þetta eru skilaboðin í nýju og grípandi lagi, Start with Tonight sem íslenski tónlistarmaðurinn Yambi (Bjarni Freyr Pétursson) og áströlsku systurnar úr hljómsveitinni Storm & Stone voru að gefa út. Kappinn hefur áður starfað með áströlsku systrunum en lag þeirra Dive Right In fékk afar góðar viðtökur fyrir skömmu.

Start with Tonight er grípandi frá fyrstu nótu og ætti að fá flesta til að hreyfa sig. Tónlistarmennirnir segja lagið fjalla um að taka áhættu þegar kemur að ástinni og að sú áhætta sé alltaf þess virði. „Það er þess virði að þora að opna sig og segja upphátt þegar maður fellur fyrir einhverjum. Óttinn við að vera hafnað má hins vegar aldrei verða sterkari en krafturinn sem lætur okkur þora og vonandi uppskera ástina.“

Start with Tonight er ekki eina lagið sem Yambi hefur verið að vinna að undanfarið því von er á fleiri nýjum lögum frá kappanum á næstunni.

- Advertisement -

Athugasemdir