Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

„Alltaf verið hugfangin af glæpum og sakamálum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Morðcastið er nýtt hlaðvarp (e. podcast) úr smiðju Unnar Örnu Borgþórsdóttur sem hefur lokið grunnnámi lögfræði, býr í Kaupmannahöfn og er sérstaklega áhugasöm um íslenskan refsirétt.

„Hugmyndin er nú ekki ný af nálinni,“ segir Unnur í samtali við Mannlíf. „Ég hef alltaf verið hugfangin af glæpum og sakamálum og hef í gegnum tíðina mikið kynnt mér slíkt, meðal annars með því að hlusta af ákafa á erlend hlaðvörp þar sem fjallað er um efnið. Mér hefur hins vegar alltaf fundist slíkt vanta fyrir íslenskan markað og sérstaklega þar sem íslenskir glæpir eru teknir fyrir.“

Í lögfræðináminu hefur Unnur varið miklum tíma í að skoða gömul mál og áhugaverða dóma. „Ég tuðaði mikið um að það vantaði svona íslenskt hlaðvarp og vinkonur mínar sögðu mér að ég ætti þá bara að gera það sjálf. Stuttu seinna voru upptökugræjur á leiðinni og ég á Youtube að finna út úr því hvernig á að klippa saman hlaðvarpsþátt.“

Unnur Arna Borgþórsdóttir frá Egilsstöðum er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Morðcast en hún er mikil áhugamanneskja um sönn sakamál. Mynd / Aðsend

Mál Mary Vincent á toppnum
Í þættinum verða tekin fyrir íslensk og skandinavísk morð- og sakamál á aðeins léttari nótum. „Ég stefni á að kynna hlustendur fyrir tveimur sakamálum í hverjum þætti en það fer eðlilega líka eftir umfangi málanna sem tekin eru fyrir. Einnig koma gestir í þáttinn til mín sem segja frá sínum uppáhaldsmálum en ég vil endilega ná að fræða hlustendur og jafnframt hafa þetta í spjallformi upp að vissu marki,“ segir Unnur sem heillast hefur af fjölmörgum málum í gegnum tíðina.

„Ég er ekki mikið fyrir þessa stærstu raðmorðingja, heldur hef ég heillast meira af því sem endar vel eða eru flókin í sönnunarfærslu eða hinu lagalega umhverfi.“

„Ég er ekki mikið fyrir þessa stærstu raðmorðingja, heldur hef ég heillast meira af málum sem enda vel eða eru flókin í sönnunarfærslu eða hinu lagalega umhverfi. Málið hennar Mary Vincent er alveg vafalaust á toppnum hjá mér þegar talað er um uppáhaldssakamál, en hún einmitt lifði af hrottalega árás. Annars verð ég alltaf mjög heilluð af því sem ég skoða hverju sinni. Íslensk sakamál hafa líka alltaf heillað mig mikið, sérstaklega þar sem mér finnst oft sem það sé látið sem þau hafi hreinlega ekki átt sér stað og umræðan er lítil sem engin um þau. Með Morðcastinu vil ég þess vegna opna um þau umræðuna og gera þeim góð skil.“

Fyndin og hnyttin
Unnur svarar því bæði játandi og neitandi þegar hún er spurð hvort hún eigi sér fyrirmyndir í hlaðvarpsheiminum. „Mér finnst mikilvægt að þátturinn sem ég er að hlusta á grípi mig, hvort sem um er að ræða staka þætti eða heila seríu af þáttum. Serial, Up and Vanished og My Favorite Murder eru vafalaust nokkur af mínum uppáhaldshlaðvörpum og svo finnst mér Snorri Björns mjög góður þáttastjórnandi. Mér þætti þar af leiðandi gaman að vera einhverskonar blanda af þeim öllum. Ná að halda athygli hlustenda, vera fyndin og hnyttin, en samt geta frætt og vera vel upplýst.“

Þátturinn kemur út á hverjum fimmtudegi og hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum eins og iTunes, Apple podcasts, Podbean, Spotify, Podcast Addict, og Pocket casts. Morðcastið er að finna á Instagram og Twitter og svo er hægt að hafa samband við Unni gegnum [email protected].

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -