Laugardagur 30. september, 2023
7.1 C
Reykjavik

Almenningur getur nú tekið frítt próf á netinu sem reiknar líkur á heilabilun

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kanadískir rannsóknarmenn þróuðu tól sem reiknar líkur á því að einstaklingur greinist með heilabilun. Reiknivélin er aðgengileg öllum og notast við lífstílsvenjur og umhverfi til þess að greina niðurstöðu. Prófið er ætlað þeim sem eru eldri en 55 ára og gefur líkur á sjúkdómseinkennum næstu fimm árin.

Nokkrar gerðir eru af heilabilun en sú algengasta er Alzheimer sjúkdómurinn. Orsakir sjúkdómsins eru ekki að öllu þekktar en erfðir spila inn í þróun hans. Alzheimer er taugahrörnunarsjúkdómur og veldur einkennum tengdum minni og hegðun. Nýlegar rannsóknir benda til þess að áhættuþættir heilabilunar séu umhverfistengdir. Þar má nefna einmannaleika, slæmar svefnvenjur og mataræði. Háþrýstingur, áfengisneysla og reykingar auka einnig líkur á heilabilun. Í bæklingi Landsspítala eru upplýsingar um hámörkun heilahreystis. Alzheimer samtökin eru með fræðslu, stuðning og ráðgjöf fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra.

Einkenni heilabilunar eru margvísleg en þau fyrstu eru oft minnistengd. Einstaklingurinn gleymir orðum, segir sömu setningarnar endurtekið og á erfitt með einbeitingu.

Hér er hægt að taka prófið. Það tekur um fimm til tíu mínútur að svara spurningunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -