Sunnudagur 15. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

Alþýðuhetja fékk fálkaorðuna í dag – Guðni bóndi hefur mjólkað í 80 ár en gaf þó tugi milljóna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjórtán Íslendingar fengu fálkaorðuna í dag en einn þeirra skera sig örlítið frá öðrum. Meðan nokkrir fengu orðuna fyrir stríðið gegn Covid þá fékk Guðni Guðmundsson bóndi riddarakrossinn fyrir  „framlag til umhverfisverndar og samfélagsþjónustu“, líkt og það er orðað á vef forsetans.

Fréttamaðurinn geðþekki Magnús Hlynur Hreiðarsson útskýrir afrek Guðna betur á Facebook-síðu sinni. Hann segir að Guðni, sem er 88 ára, hafi samtals gefið um 20 milljónir króna til íþróttastarfs á Suðurlandi. Allur sá peningur var afrakstur þess að safna dósum sem sóðar höfðu fleygt út í náttúruna.

Magnús birtir mynd af Guðna og skrifar: „Mér finnst alveg meiriháttar að Guðni bóndi á Þverlæk í Holtum, 88 ára gamall hafa fengið fálkaorðuna í dag. Hann hefur gengið með fram vegum á Suðurlandi síðustu 17 ár og týnt dósir fyrir um 20 milljónir króna. Alla peningana hefur hann gefið til íþróttastarfs heima í héraði. Auk þess er Guðni mikill öðlingur. Hér er hann með Margréti konu sinni og með orðuna nælda í sig. Til hamingju.“

Síðastliðinn febrúar tók Magnús Guðna í viðtal í kvöldfréttum Stöð 2. Þar kom fram að líklega er enginn Íslendingur sem hefur mjólkað kýr til jafns við Guðna. Hann hefur mjólkað alla daga vikunnar í um 80 ár. Þá sagði Guðni að ævistarfinu mætti skipta í fjögur jafn löng tímabil.

„Já, það eru handmjaltir fyrst, svo mjaltavél með fötukerfi, síðan mjaltir í rörmjaltakerfi og nú síðast mjaltagryfjan og þetta eru allt saman í kringum tuttugu ára tímabil,“ sagði Guðni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -