Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Alvarleg og hættuleg mistök Almannavarna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú er mikið verið að fjalla um hættuna sem skapaðist við eldgosið í nótt. Þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt og í raun alvarleg mistök sem áttu sér stað hjá almannavörnum og viðbragðsaðilum.

Í fyrsta lagi þá var vitað að mikill straumur fólks yrði að gosstöðinni. Reynslan frá gosinu á Fimmvörðuhálsi 2010  og í Holuhrauni 2014 kenndu okkur það. Fólk hefur gaman að því að skoða og upplifa þessi náttúrufyrirbrigði, skiljanlega. Þess vegna var alveg augljóst að straumur fólks yrði að gosstöðinn þegar gosið hófst. Strax fyrstu nóttina streymdi fólk að.
Í öðru lagi þá er þessi viðburður að það sé að gjósa á Reykjanesi eftir 800 ára hlé nánast  í bakgarðinum hjá okkur sem búum hér á sv. horninu svo merkilegur og sérstakur að það eitt dregur fjölda fólks að. Allir vilja njóta þessa viðburða sem eru svo sérstakir fyrir landið okkar.

Þess vegna var það alveg óskiljanlegt að búa til þessa hættu fyrir áhugasama ferðalanga með því að loka vegum að svæðinu og lengja þannig gönguna að eldstöðinni um 13-14km. Það blasti við mér í gær að svona færi þetta.

Með þessum inngangsorðum vill ég hnykkja á að ekki voru einungis á ferðinni þrautþjálfað göngu og fjallafólk heldur einnig almennir borgarar sem langaði að sjá og upplifa þennan merkisviðburð. Þetta áttu viðbragðsaðilar að vita frá fyrri tíð.

Í stað þess að skilja þessa þrá fólks til að upplifa og sjá þá ákveða viðbragðsaðilar að loka vegum og aðgengi fleiri kílómetra frá stuttum og þægilegum uppgöngustöðum að eldgosinu.

Ef vegurinn var tæpur sem sagt er mátti hæglega hafa einstefnuakstur og leggja öðru megin vegar. Vísa fólki til bílastaæða sem vel er hægt að finna þarna víða og  taka niður nauðsynlegar upplýsingar til þess að henda reiður á hverjir væru að fara að eldgosinu og benda á bestu leiðirnar að gosstöðvunum. Einnig hefði björgunarsveitirnar getað tekið starf sitt alvarlega þarna og vísað fólki frá sem var vanbúið og með lítil börn og hunda sem ekki áttu erindi að gosstöðvunum.

- Auglýsing -

Í staðinn var vegum lokað 6 kílómetrum frá uppgöngu stað og fólk látið ganga 6 km eftir Suðurstrandavegi sem bætti þá við 12 km í allt þannig að gangan varð 19-20km.  Þetta hefði vel verið hægt að gera og engum stafað hættu af heldur þvert á móti þarna hefði björgunarsveitin verið að gæta að velferð fólks og koma í veg fyrir óhöpp, slys og örmögnun einstaklinga, Jafnframt hefði verið hægt að taka niður upplýsingar um fólk eins og lög um covid gera ráð fyrir þar sem fjöldi fólk var saman komið á þröngum stígum langt yfir fjöldatakmörkunum. Smitrakningarteymið hefði örugglega kunnað að meta það ef upp koma smit næstu daga sem rekja má til gosstöðvanna.

Í staðin fyrir fagleg vinnubrögð og vel ígrunduð þá óku viðbragðsaðilar eftir þessum lokaða Suðaurstrandarvegi fram og til baka með bláum ljósum  framhjá örmagna fólki sem var að reyna að komast í bílana sína eftir að hafa notið þess að skoða eldstöðina.

Einnig hefði verið hægt að hafa strætó sem hefði gengið fram og til baka á 10 mín fresti Suðurstrandarveg. Þannig mátti stytta gönguna um 14 km. Í strætóferðinni hefði mátt upplýsa um almennar hættur og gera lágmarks búnaðartékk og vísa frá þeim sem augljóslega áttu ekki erindi á gosstöðvarnar. Einnig hefði ofangreint aðstoðað viðbragðsaðila að hafa yfirsýn yfir mannfjölda og þannig sleppa við leiðinlegar fyrirsagnir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í dag sem og þarna væri björgunarsveitin að vinna við að fyrirbyggja og afstýra slysum og óhöppum.

- Auglýsing -

Að amast við áhuga fólks á okkar einstöku náttúru er dapurlegt og ekki neinum til gagns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -