- Auglýsing -
Alvarlegt umferðarslys átti sér stað á Reykjanesbrautinni í morgun. Lítill fólksbíll fór út af veginum og skall á brúnna í nágrenni við Ikea. Fréttatíminn greinir frá þessu og birtir myndir af vettvangi.
Bíll virðist hafa verið á leið suðvesturs til Hafnarfjarðar. Ekki er vitað um slys á fólki en ljóst er að mikill viðbúnaður var á svæðinu. Bíllinn hafnaði á hvolfi og mátti sjá fjölmennt lið lögreglumanna og slökkviliðsins.