Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Alvarlegur læknaskortur – Ísland í neðsta sæti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Maður mundi halda að við ættum að hafa jafnvel fleiri lækna til að ná að dekka alla þjónustu á svona litlu landi,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, læknir og formaður Læknafélags Íslands, um læknaskort hér á landi í útvarpsþættinum Bítinu í morgun. Ísland er neðst á lista norðurlandanna þegar kemur að heildarfjölda lækna og í þriðja neðsta sæti yfir fjölda lækna í Evrópuþjóðum. Þá eru aðeins sextíu heimilislæknar á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi og mikill skortur á sérfræðingum í heimilislækningum.

Steinunn sagði ástandið alvarlegt en þó jákvætt að málefninu væri veitt athygli. Þá er búist við því að helmingur sérfræðinga í heimilislækningum verði farinn á eftirlaun innan tíu ára. Óljóst er hversu marga lækna þurfi en er það eitt sem kallað hefur verið eftir. Auk þess sagði Steinunn mikilvægt að skoða hvert hámarksálag á lækni sé en Svíþjóð hafi nýlega sett hámark á hversu marga sjúklinga læknar mega sinna.
Vísir fjallaði fyrst um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -