Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Amma Hófí fór beint í fyrsta sætið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvikmyndin Amma Hófi eftir Gunnar Björn Guðmundsson með Eddu Björgvinsdóttur og Þórhalli Sigurðssyni, Ladda, í aðalhlutverkum rauk beint í fyrsta sæti aðsóknarlista kvimyndahúsanna eftir frumsýningarhelgina. Síðasta veiðiferðin er í þriðja sæti listans, en Mentor í því átjánda.

2,994 manns sáu Ömmu Hófí um frumsýningarhelgina, en alls hafa 3,726 manns séð myndina þegar forsýningar eru taldar með. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er frumsýnd í júlímánuði.

Sjá einnig: „Við ættum bara ekkert líf ef við hefðum ekki upplifað áföll“

Síðasta veiðiferðin heldur líka áfram að laða til sín áhorfendur, 1,205 manns sáu myndina í vikunni, enn fleiri en vikuna áður en þá voru áhorfendur hennar 1,095. Þetta var þrettánda helgin sem myndin er í sýningum og heildarfjöldi gesta er orðinn 29,427.

Þriðja íslenska kvikmyndin sem er í sýningum í kvikmyndahúsum er Mentor eftir Sigurð Anton Friðþjófsson sem situr í átjánda sæti listans, 77 manns sáu hana um helgina en alls hafa 518 manns séð hana eftir þriðju helgi í sýningum.

Aðsókn á íslenskar myndir 6.-12. júlí 2020

VIKURMYNDAÐSÓKNALLS (SÍÐAST)
Amma Hófí2,9943,726 (með forsýningum)
19Síðasta veiðiferðin1,20529,427 (28,222)
3Mentor77518 (441)

 

- Auglýsing -

Vefsíðan Klapptré greinir frá.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -