Miðvikudagur 31. maí, 2023
9.8 C
Reykjavik

„Amma rak þá alla út og sagði þeim að eta það sem úti frysi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hinn frábæri penni, Glúmur Baldvinsson, er sögumaður af Guðsn náð.

Hann segir frá því að hann „kom við í hádegismat hjá mömmu og pabba í dag í mosó. Við ræddum að vanda nútíð og þátíð. Afi minn Björgvin Schram barst í tal og þá kom þessi saga.“

Og hefst hún nú:

„Besti vinur afa var Kiddi í Kiddabúð. Hittust þeir alltaf í lunch á miðvikudögum í Naustinu. Voru báðir reglumenn og annálaðir KR-ingar en leyfðu sér þó stundum að sleppa af sér beislinu.

Akkurat þann dag boðuðu þeir karl föður minn nýjan tengdason á sinn fund. Þá var þar staddur maður að nafni Guðmundur strandamaður sem hafði umboð fyrir Furufjörð á Ströndum.“

Glúmur heldur áfram:

- Auglýsing -

„Kallarnir þrír voru kátir og góðglaðir og höfðu ákveðið kaup og sölu á Furufirði með öllum hans lystisemdum. Voru kaupin handsöluð og pabbi bara fenginn til vitnis og gerður að sérlegum fulltrúa nýrra eigenda Furufjarðar. Svo skáluðu menn fram á síðdegi yfir Furufirði og eigin ágæti.“

Segir Glúmur að „þá ákváðu þessir háu herrar að fagna þessum tímamótakaupum áfram í Sörlasljóli eitt og tilkynna ömmu minni Aldísi Schram um þessa viðskiptasnilld og það að hún ætti nú Furufjörð.

Það er skemmst frá því að segja að amma rak þá alla út og sagði þeim að eta það sem úti frysi. Og læsti hurðum. Þeir þurftu því að gista hótel þá nóttina (svítuna á Sögu) og Furufjörður var aldrei aftur til umræðu á heimili ömmu minnar frú Aldísar Schram.

- Auglýsing -

Lýkur þar með þessari sögu.

Sjálfum sárnar mér nú að eiga ekkert tilkall til Furufjarðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -