Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Ánægður með Bocelli en óánægður með Tix: „Fékk ekki þá upplifun sem ég borgaði dýrum dómi fyrir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Andrea Bocelli er uppáhalds söngvari minn og ég greip tækifærið og keypti tvo platínum miða fyrir mig og kærustu mína sem kostuðu 71.800 krónur, og að auki keypti ég bílastæði fyrir 4490 krónur,“ segir Gísli Hvanndal í samtali við Mannlíf og bætir við:

Andrea Bocelli

„Málið snýst ekki um peninga, ég hefði keypt miðana þótt þeir hefðu verið dýrari. Málið er að ég og kærastan áttum að vera beint fyrir framan sviðið, í því hólfi, fjórðu röð út í enda hægra megin. Þegar við komum á svæðið þá var af einhverjum ástæðum okkar hólf til hliðar, næsta hólf við og allir í kringum okkur voru að sjálfsögðu mjög óánægðir þannig að ég talaði tvisvar við starfsmann sem sagðist ætla að redda þessu en ekkert varð úr því.“

Gísli segir að „þannig ég fékk ekki alveg þá upplifun sem ég borgaði dýrum dómi fyrir, ég hefði viljað vera beint á móti stórkostlegasta tenór í heimi sem mig hefur dreymt um að vera á tónleikum með alla ævi, eins og ég borgaði fyrir. Tix hefur ekki svarað mér þrátt fyrir tölvupóst og símtal við ritara sem sagði að það yrði haft samband við mig.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Mynd / Saga Sig

Að því sögðu voru tónleikarnir stórkostlegir og að sjá Jóhönnu Guðrúnu syngja lagið The Prayer með þessum merka manni var stórkostlegt og ég samgladdist henni svo mikið og nokkrum sinnum þegar kom að Andrea Bocelli að syngja þá leit Jóhanna Guðrún á hann og ég sá á svipnum henni að hún var að hugsa:

„Er þetta virkilega að gerast?“

Honum fannst „Jóhanna Guðrún stórkostleg eins og alltaf, og Andrea Bocelli tók öll sín bestu lög og var klappaður upp fjórum sinnum og endaði á Nessum Dorma; einfaldlega ótrúleg lífsreynsla,“ segir Gísli og heldur áfram:

- Auglýsing -

„En mér þykir miður að ég og kærastan fengum ekki okkar rétt borguðu sæti og þá upplifun sem við hefðum viljað fá í meiri nálægð við þennan einstaka tenór. Ég vona að Tix vandi sig betur í framtíðinni og sýni fólki síðan þá kurteisi að svara fyrirspurnum. Við enduðum síðan á því að fara á tónleika á mánudeginum með Ólafi Arnalds í Háskólabíó en ég hafði aldrei heyrt tónlist hans. Það sem ég vil segja um hann er það að það eru engin orð til að lýsa hve stórkostlegur listamaður og manneskja hann er; nema það að tónlist hans og persónuleiki fer inn í mann innsta kjarna og er einstök upplifun og hann er tónlistarmaður á heimsmælikvarða eins og Andrea Bocelli; bara hvor á sínu sviði.

Ólafur Arnalds

Báðir þessir snillingar fá 5 stjörnur frá mér og konunni og ég mæli með nýjasta diski Ólafs Arnalds.

En að lokum þá þykir mér miður að utanhald um tónleika Andrea Bocelli hafi ekki verið betra og ég ekki fengið það sem ég borgaði fyrir. Langaði bara að benda á þetta með vinsemd,“ sagði Gísli að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -