Föstudagur 11. október, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Andlát af völdum Covid: „Hópurinn sem er á gjörgæslu er blandaður að aldri og kyni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. Er þetta annað andlátið á einni viku og það sjöunda í þeirri bylgju faraldursins sem nú stendur yfir. Tvær konur í fæðingu eru í hópi þeirra 30 sjúklinga sem nú liggja inni á Landspítala með Covid.

Samkvæmt Rúv eru átta á gjörgæslu Landspítalans með Covid, sex þeirra óbólusettir. „Þetta er allt saman fólk með íslenska kennitölu. Það eru engir ferðamenn í þeim hópi. Það er í umræðunni að það sé eitthvert vandamál en það er ekki,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri hjá farsóttarnefnd Landspítalans í samtali við Rúv.

Hópurinn sem er á gjörgæslu er blandaður að aldri og kyni, hefur Rúv eftir Hildi. „Þetta er fólk sem hefur ekki farið í bólusetningu, ég hef ekki yfirsýnina yfir ástæður þess. Það er ekki það fyrsta sem við spyrjum um þegar fólk leggst inn mikið veikt á gjörgæslu: Af hverju fórstu ekki í bólusetningu? Það eru ekki upplýsingar sem við höfum frá fyrstu hendi,“ segir Hildur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -