Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Andlát litlu stúlkunnar á Þórshöfn: Mál læknisins er komið á borð landlæknis

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ég get afskaplega lítið tjáð mig um þetta meðan þetta er í skoðun hjá Landlækni,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir algengt að hjúkrunarfræðingar líti á einstaklinga með heilsufarsvandamál í stað lækna. Jón gat lítið tjáð sig um mál Berglindar, tveggja ára stúlku sem lést af völdum Covid-19 aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana. Foreldrar stúlkunnar sögðu frá því á Stöð 2 að þau hefðu rætt við lækni símleiðis um kvöldið. Þá höfðu þau miklar áhyggjur af dóttur sinni sem átti erfitt með andadrátt. Læknirinn bað um að fá að senda hjúkrunarfræðing til þess að líta á stúlkuna þar sem það væri um 70 kílómetra keyrsla frá honum til fjölskyldunnar. Stúlkan lést aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingurinn fór af heimilinu. Hann tók hún hvorki Covid próf af stúlkunni né mældi súrefnismettun.

Maður skilur þennan mikla harm

„Maður skilur þennan mikla harm hjá þessum foreldrum,“ sagði Jón Helgi þegar Mannlíf ræddi við hann í morgun. Aðspurður hvort læknirinn, sem talaði við foreldrana, væri í leyfi meðan málið væri skoðað sagði hann svo ekki vera.
„Nei, þeir eru þrír læknar sem eru með þessa stöðu og þeir skipta þessu á milli sín eftir skipulagi,“ segir forstjórinn. Einn þeirra ræddi hjúkrunarfræðing á heimili þeirra.
Blaðamaður spurði Jón hvort hann teldi umræddan lækni geta sinnt starfi sínu eftir svona atburð og hvort það hefði verið rætt að senda hann f í leyfi á meðan málið væri skoðað.
„Nei, það hefur ekki verið tekin slík afstaða“

„Það er mjög algengt bara almennt í heilbrigðisþjónustu að hjúkrunarfræðingur líti á einstakling með heilsufarsvandamál, það er misjafnt hvort það er í beinu sambandi við lækni eða ekki. Í þessu tilfelli er það þannig að læknir getur óskað eftir að vakthafandi hjúkrunarfræðingur líti á einstakling,“ sagði Jón
Aðspurður hvort hann viti hvers vegna hann hafi ákveðið að senda hjúkrunarfræðing í stað þess að fara sjálfur og hvað ráði slíkum ákvörðunum taldi Jón að Landlæknir myndi skoða það.
„Þetta er auðvitað það sem að landlæknir væntanlega skoðar og fær þá atvikalýsingu á þessu tiltekna máli en þetta er mjög algengt að hjúkrunarfræðingur, eða einstaklingar, komi til hjúkrunarfræðings og þeim sé sinnt þar í samráði við lækni“.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -