Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Andlátið í Sundhöllinni – Faðir hins látna ósáttur: „Son­ur minn var 31 árs og stál­hraust­ur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Karlmaður fannst látinn í Sundhöll Reykjavíkur. Þar er greint frá því að maðurinn hafi fundist á botni laugarinnar síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt föður mannsins, Guðna Heiðari Guðnasyni lá sonur hans á botni laugarinnar í sex mínútur. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við mbl.is að maðurinn hafi átt við veikindi að stríða.

Guðni Heiðar sem sjálfur starfar sem lögregluþjónn er afar ósáttur við þá yfirlýsingu Margeirs. Hann hafi einnig fengið aðrar skýringar en þær sem Margeir gaf upp í viðtölum við fjölmiðla. Guðni Heiðar segir í samtali við Morgunblaðið:

„Son­ur minn var 31 árs gam­all og stál­hraust­ur og kenndi sér einskis meins. Ég skil ekki þessi vinnu­brögð Mar­geirs Sveins­son­ar aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns að full­yrða að um veik­indi sé að ræða.“

Þennan örlagaríka dag var sonur Guðna með skjólstæðingi sínum í sundi. Skjólstæðingurinn glímir við geðfötlun og hafði farið nánast daglega með syni Guðna í sund. Guðni segir einnig að fjölskyldan hafi fengið fréttirnar um andlátið frá skjólstæðingnum. Ekki er vitað hvar skjólstæðingurinn var í lauginni þegar sonur Guðna sökk til botns.

Guðni gagnrýnir einnig að sonur hans hafi legið á botninum í sex mínútur áður en hann fannst. Í lauginni eigi að vera skynjarar sem eigi að gera sundlaugarvörðum viðvart ef sundlaugargestur er hreyfingarlaus á botni laugarinnar í meira en 15 sekúndur. Hvort búnaður hafi ekki verið tekinn í notkun eða ekki virkað, sé spurning sem eigi eftir að svara. Guðni Heiðar segir:

„Það kem­ur eitt­hvað fyr­ir í laug­inni en það er ekk­ert staðfest hvað hef­ur komið fyr­ir enda eng­in réttarfarskrufning farið fram enn.“

Nánar er fjallað um málið á vef Morgunblaðsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -