Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Andrés Indriðason er látinn: „Engin orð fá því lýst hversu kær hann var mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andrés Indriðason, rithöfundur og frumkvöðull á sviði íslenskrar dagskrárgerðar í sjónvarpi, er látinn 78 ára að aldri.

Andrés lætur eftir sig eiginkonu, Valgerði Ingimarsdóttur, dæturnar Ester og Ástu og þrjú barnabörn. Ásta minnist föður síns með hlýhug á Facebook. „Engin orð fá því lýst hversu kær hann var mér og hversu þakklát ég er fyrir að vera dóttir hans,“ skrifar Ásta og segir föður sinn vera látinn eftir hetjulega baráttu við Alzheimer.

Andrés starfaði sem enskukennari á árunum 1963-1965 og sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Þegar Sjónvarpið var stofnað árið 1965 hóf Andrés vinnu þar við dagskrágerð og starfaði þar til 1985. Hann var til að mynda upphafsmaður vinsælu þáttanna Gettur betur.

Eftir það helgaði Andrés sig aðallega ritstörfum, en eftir hann liggja meira en 30 skáldsögur og tugi leikverka fyrir útvarp, sjónvarp og leiksvið. Fyrsta bók hans, Lyklabarn, hlaut fyrstu verðlaun í barnabókasamkeppni Máls og menningar árið 1979 og önnur bók hans, Polli er ekkert blávatn, hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta frumsamda bókin árið 1981. Bækur hans hafa verið gefnar út í Þýskalandi, Austurríki, Sviss og Danmörku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -