Föstudagur 20. maí, 2022
12.8 C
Reykjavik

UPPFÆRT: Andrés neitar að tjá sig um aðför Róberts Wessman: „Ég geri það bara á mínum vettvangi …“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þessi frétt er ein af þeim sem hvarf eftir innbrotið á skrifstofu Mannlífs. Loks tókst að endurheimta hana og birtist hún því aftur hér. Unnið er að endurheimta nokkrar fréttir í viðbót sem glæpamennirnir eyddu út.

Andrés Magnússon blaðamaður og Páll Egill Winkel, fangelsismálastjóri, neita báðir að tjá sig um ásakanir Róbert Wessmans, auðjöfurs á hendur þeim í tilraun sinni til að þagga niður í Andrési og refsa Páli fyrir meint klámáhorf.

Eins og Mannlíf hefur sagt frá nýlega skrifaði Andrés greinar í Viðskiptablaðið um Róbert undir nöfnunum „Þöggunin um Wessman“ og „Flatneskja“ árið 2018 þar sem hann gagnrýndi Róbert fyrir þöggunartilburði og öðrum afskiptum hans af fréttaskrifum.

Daginn eftir síðari skrif Andrésar, nánar tiltekið 26. maí 2018, sendi Róbert undirmönnum sínum hjá Alvogen skilaboð um að Andrés væri „byrjaður að ausa yfir sig aftur“. Hann bar blaðamanninn þungum sökum og taldi hann sekan um ósæmilega hegðun. Eftir því sem næst verður komist var Róbert að vísa til máls sem var áratuga gamalt og Andrés sýknaður í kynferðisbrotamáli.

Fram í frétt Mannlífs fyrir nokkru að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Róbert sakar meinta óvildarmenn sína um ósæmilega hegðun. Á árinu 2016 voru Róbert, Árni Harðarson og Magnús Jaroslav dæmdir persónulega til að greiða syni fyrrverandi ríkislögreglustjóra hæstu skaðabætur Íslandssögunnar, um 1.400 milljónir króna. Í kjölfarið virðist Róberti hafa verið mikið í mun að koma höggi á Harald Johannessen ríkislögregluastjóra og samstarfsmenn hans. Í samskiptum við undirmenn sína hjá Alvogen í júlí 2019 virðist Róbert hafa séð sér leik á borði vegna umræðu um meint kynferðisbrot gegn þremur stúlkum sem Mannlíf hafði til umfjöllunar.

Sjá einnig: Róbert vildi þagga niður í Andrési – Páll Winkel sagður horfa á klám með barnaníðingi – TÖLVUPÓSTAR

- Auglýsing -

​Róbert segir meðal annars: „… winkel er greinilega bilaður horfandi á klám með barnaníðing“. Hann bætir við: „… þannig innrettaður einstaklingur er EKKI hæfur til að gegna því starfi“. Hann fullyrðir einnig að klámmyndir hafi verið hafðar fyrir börnum í sumarbústað sem Páll Winkel og eiginkona hans hafi verið í með ónefndum lögreglumanni, sem Róbert kallar dæmdan glæpamann.

Mannlíf hafði samband við þá Andrés og Pál sem hvorugir vildu tjá sig um ásakanir Róberts eða þöggunartilburði hans. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Ég hugsa að ég geri það bara á mínum vettvangi ef það kæmi til þess,“ sagði Andrés sem nú starfar sem fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins.

Í skriflegu svari frá Páli neitar hann að tjá sig um málið.

- Auglýsing -

„Ég tel ekki rétt að taka þátt í þessari umfjöllun“

Ritstjóra Mannlífs barst í gær lögfræðibréf frá lögmannstofu Róberts Wessman, forstjóra Alvogen og Alvotech, í gær þar sem þess er krafist að útgefandi Mannlífs, Sólartún, afhendi öll þau gögn sem kunna að snúa að Róbert. Ein harðsvíraðasta og umdeildasta lögfræðistofa heims, Boies Schiller Flexner, hefur tekið að sér að herja á Mannlíf fyrir lyfjaforstjórann. Bréfið kom í kjölfar greinar Mannlífs, „Þögnin um Wessman“ sem birt var síðastliðinn föstudag.

ÞESSI GREIN VAR EIN ÞEIRRA SEM VAR ENDURHEIMT EFTIR INNBROTIÐ Á AÐFARANÓTT FÖSTUDAGS.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -