Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Andrés ráðinn fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andrés Magnússon blaðamaður hefur verið ráðinn full­trúi rit­stjóra við Morg­un­blaðið frá og með deg­in­um í dag. Greint er frá þessu á mbl.is og þar kemur fram að Andrés hafi hafið störf í blaðamennsku hjá Morg­un­blaðinu árið 1986 og síðar starfað á  Press­unn­i, Eintaki og síðar DV, auk þess sem hann var leiðbein­andi hjá Prent­tækni­stofn­un.

Fram kemur í fréttinni að hann hafi verið einn stofn­enda Kjarn­orku, eins af fyrstu vef­fyr­ir­tækj­um á Íslandi, en aft­ur hafið störf á Morg­un­blaðinu árið 1996 á ný­stofnaðri net­deild Morg­un­blaðsins og tekið þátt í und­ir­bún­ingi og upp­setn­ingu frétta­vefjar Morg­un­blaðsins, mbl.is.

Um alda­mót réðist hann til Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar og fékkst þar við vefþróun, meðal annars við gerð Íslend­inga­bók­ar. Hann sneri aft­ur í blaðamennsku árið 2005 við stofn­un Blaðsins en flutti sig yfir til Viðskipta­blaðsins 2007, þar sem hann hef­ur verið við störf síðan, nú síðast sem rit­stjórn­ar­full­trúi, en þar hef­ur hann meðal annars ritað viku­lega fjöl­miðlagagn­rýni.

Andrés hef­ur verið bú­sett­ur á Englandi und­an­far­inn ára­tug en flutti aft­ur til Íslands í upp­hafi mánaðar. Hann er 55 ára gam­all, son­ur Magnús­ar Þórðar­son­ar og Áslaug­ar Ragn­ars, sem bæði voru blaðamenn á Morg­un­blaðinu, en eru nú lát­in. Hann er kvænt­ur Auðnu Hödd Jónatans­dótt­ur blaðamanni og eiga þau sex börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -