Þriðjudagur 28. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Andri Björn um uppnámið í Óperunni: „Gengur ekki að reyna að sleppa frá sanngjörnum launagreiðslum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eins og kunnugt er hefur Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, fyrir hönd Þóru Einarsdóttur óperusöngkonu stefnt Íslensku óperunni vegna vangoldinna launa Þóru við uppfærslu óperunnar Brúðkaup Fígarós síðastliðið haust. Söngvarinn Andri Björn Róbertsson er einn þeirra sem stendur fast við bakið á Þóru í baráttunni.

Málið hófst í haust þegar átta einsöngvarar í Brúðkaupi Fígarós tóku sig saman og leituðu til síns stéttarfélags, FÍH, um leiðréttingu launa sinna við sýninguna. Einn einsöngvaranna í sýningunni á Brúðkaupi Fígarós var Andri Björn Róbertsson og var þetta fyrsta hlutverk hans hjá Íslensku óperunni en hann hefur sungið við óperuhús víða um Evrópu og segir muninn á launakjörum vera sláandi.

„Fyrir að syngja lítil hlutverk í óperuhúsum í Bretlandi og annars staðar í Evrópu er ég að fá svona helmingi hærri laun en ég fékk í sýningunni á Brúðkaupi Fígarós hjá Íslensku óperunni þar sem ég var að syngja aðalhlutverk,“ segir hann.

„Forsvarsmenn Íslensku óperunnar tala um það að þeir vilji vera samanburðarhæfir á alþjóðlegum vettvangi og þá þarf auðvitað að skoða launamálin. Ég geri mér grein fyrir því að markaðurinn er lítill á Íslandi og erfitt að halda menningarstofnunum gangandi, en laun söngvaranna verða að vera samkeppnishæf, og þótt íslenskir söngvarar séu kannski tilbúnir til að gefa smávegis afslátt til að halda íslenskri listsköpun gangandi og í háum gæðaflokki þá gengur það auðvitað ekki til frambúðar að reyna að sleppa frá sanngjörnum launagreiðslum.“

Andri Björn segir leiðinlegt að mál hafi þróast á þennan hátt, en þetta sé slagur sem þurfi að taka.
„Þetta var leiðinlegur endir á þessu samstarfi því sýningin var frábær og gekk vel,“ segir Andri Björn. „En þetta er bara eðlileg kjarabátta íslenskra söngvara sem hafa dregist langt aftur úr í launum miðað við svipaðar stéttir. Það er nauðsynlegt að tryggja að farið sé eftir þeim samningum sem eru í gildi.“

Mannlíf hafði samband við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, til að fá hennar hlið á málinu en hún kaus að tjá sig ekki um það að svo stöddu. „Ég kýs að tjá mig ekki um þennan ágreining að svo stöddu. Fyrst ákveðið er að fara þessa leið þá finnst mér rétt að málið sé útkljáð á þeim vettvangi,“ segir hún.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Stórsöngkona stefnir Óperunni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -