- Auglýsing -
Í morgun var Angjelin Sterkaj dæmdur til 16 ára fangelsisvistar fyrir morðið á Armando Beqiri í Rauðagerði. Hinir þrír sakborningarnir sem voru ákærðir í málinu voru sýknaðir.
Angjelin játaði alla tíð sök í málinu en krafðist þess að honum yrði ekki refsað fyrir það, því morðið hafi hann framið í sjálfsvörn. Saksóknarinn í málinu, Kolbrún Benediksdóttir, sagði við lok aðalmeðferðar að morðið hefði verið þaulskipulagt og taldi að hæfileg refsins Angjelins ætti að vera á bilinu 16 til 20 ár. Þá taldi hún að aðrir sakborningar ættu ekki að fá minna en fimm ára fangelsi.
Sjá einnig: Rauðagerðismorðið: „Ég ætla að skera þig á háls. Ég ætla að skera börnin þín á háls“