Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Anna bakvörður sleppur við ákæru og boðar skaðabótamál: „Ég var meðhöndluð eins og stórglæpamaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Aurora Waage Óskarsdóttir, bakvörðurinn frægis sem var grunuð var um að hafa villt á sér heimildir þegar hún starfaði sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, verður ekki ákærð. Hún ætlar í skaðabótamál við fjölmiðla og íslenska ríkið í þeirri von að endurheimta æru sína.

Það staðfesti embætti héraðssaksóknara við RÚV. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, hefur verið upplýstur um niðurstöðuna. Líkt og Mannlíf greindi frá var mál Önnu enn á borði héraðssaksóknara um miðjan síðasta mánuð. Nú liggur fyrir að ákæra verður ekki gefin út.

Það gaf ákveðnar vísbendingar um að málið var sent saksóknara í stað þess að lögregla hafi hætt rannsókn án frekari eftirmála í vor. Rannsókn lögreglu snéri að meintu skjalafalsi er Anna Aurora tók að sér starf í bakvarðasveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í baráttunni við COVID-19, en þar hún var handtekin vegna kæru um fölsun skjala um menntun sína og starfsleyfi. Þá var lögreglan einnig að rannsaka meintan þjófnað bakvarðarins og meint brot Önnu Auroru á hegningarlögum í þá veru að hún hafi unnið starf sem opinbert leyfi þarf til.

Anna Aurora var handtekin að morgni föstudagsins 10. apríl síðastliðinn, en eftir húsleit og yfirheyrslur þann sama dag var henni sleppt úr haldi. Hún var svo yfirheyrð aftur í maí í og neitaði þar áfram sök líkt og hún gerði í viðtali við Mannlíf skömmu eftir handtökuna.

Anna Aurora fullyrti að hún hafi ekkert að fela í einkaviðtali við Mannlíf og að hún hafi frá upphafi sýnt fulla samvinnu. „Ég lýsi algjörlega yfir sakleysi mínu. Ég sagði allan tímann frá því að ég væri með erlent próf en ekki íslenskt, sem ætti eftir að meta. Það voru allir meðvitaðir um það enda tilkynnti ég það líka strax við komuna vestur. Það gerði ég um leið og ég mætti og það stóð á öllum plöggum. Það var allt uppi á borðum frá upphafi, ég var alls ekkert að reyna að falsa neitt,“ sagði Anna Aurora.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -