Laugardagur 4. desember, 2021
-5 C
Reykjavik

Anna Kristjáns alveg að gefast upp: „Ég minnist enn dagsins sem ég var edrú“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir er að gefast upp á pistlaskrifum sínum frá Tenerife. Henni finnst hún endurtaka sig of mikið. Viðbrögðin gríðarleg.

Anna Kristjánsdóttir hefur í nokkur ár skrifað daglega pistla um lífið á Tenerife á Facebook en þangað flutti hún árið 2019. Anna, sem er þekkt fyrir húmor og skemmtilegar lýsingar á hversdagslífinu, segir í pistli númer 796 og nefnir Tilgangsleysi, að hún sé að gefast upp. „Ég stend mig að því að endurtaka mig hvað eftir annað, segja sömu sögurnar, tala um sama veðrið og sömu drykkjuna kvöld eftir kvöld. Raunveruleikinn er samt allt annar.“ Segist Anna ekki vera eins blaut og halda mætti af skrifunum. „ég minnist enn dagsins sem ég var edrú. Það var 20. maí síðastliðinn og ég hafði meira að segja tilkynnt öllum að ég ætlaði að vera veik umrætt kvöld, enda var undankeppni Júróvisjón í gangi og Ísland að keppa. Ofan á allt saman fékk ég seinni Pfizer-sprautuna þá um morguninn þannig að ég lagðist veik í alvörunni þegar keppnin byrjaði. Hvernig er hægt að keppa í söng?“
Hún bætir svo við að hún hafi nú reyndar oft verið edrú aðra daga „en við tölum ekki um það hér.“

Segir Anna í pistlinum að hitinn hafi farið upp í 30 °C í gær og það yrði sama upp á teningnum í dag. „Þótt ég hafi eytt mörgum pistlum í að skrifa um veðrið, þykir slíkt ekki til frásagnar, nema auðvitað þegar mér tekst að krydda veðurfarslýsingarnar með hæfilega mikilli lygi. Brjóta klakann af svalahandriðinu og þess háttar.“ Fleira telur Anna upp sem hún getur ekki talað lengur um af ýmsum ástæðum.

„Það er kominn tími til að hvíla skriftirnar og hætta að vakna klukkan 07:45 á morgnana til að setja inn grútleiðinlegan pistil um veðrið, fólkið og hetjurnar okkar í Fótboltasamvinnufélagi Halifaxhrepps sem eru þessa dagana í þriðja sæti í fimmtu deild á Englandi. En sjáum til hvað gerist næstu dagana. Ég elska ykkur samt.“

Viðbrögðin á Facebook við þessari færslu eru gríðarleg. Þegar þetta er ritað hafa 237 líkað við hana og 38 athugasemdir hafa verið skrifaðar. Langflestir eru að biðja hana um að hætta ekki skrifum sínum.

Ingifríður er ein af þeim. „Ekki hætta. Hvernig á ég ađ komast á fætur ef ég fæ engan pistil?“
Kristbjörg skrifar líka athugasemd. „Ekki hætta! Heldurðu að það sé ekki gaman að heyra að við séum að koma í 30 °C? Eftir 2 daga?“ Anna svaraði að bragði: „Eftir tvo daga verður hitinn dottinn niður í 27 gráður.“

- Auglýsing -

Fleiri athugasemdir hafa verið skrifaðar við fréttina en óþarfi er að segja frá þeim öllum enda langflestar eins, fólk vill ekki að Anna hætti að skrifa pistla sína.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -