• Orðrómur

Anna orðlaus eftir að mæðgur komu að borða sushi: „Þetta er dásamlegasta vakt sem ég hef unnið“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Anna Þorsteinsdóttir, eigandi Osushi veitingastaðanna, segir lítið sem ekkert að gera í kórónuveirufaldrinum en þrátt fyrir það hafi hún nýverið upplifað sína dásamlegustu vakt í langan tíma. Þar afgreiddi hún 94 ára gamla konu sem var að smakka sushi í fyrsta sinn.

Anna deilir upplifun sinni inni í hópnum Matartips! á Facebook og hefur fengið þar mikil viðbrögð við frásögninni. „Verð að fá að deila þessu með ykkur 🙂 Er á vaktinni á Osushi Tryggvagötu, nema að hér komu tvær huggulegar dömur að fá sér sushi sem er svo sem ekki frásögufærandi nema þegar þær eru að gera upp í lokinn þá segir önnur þeirra Mamma ég borga núna og mamman segir NEI, dóttirinn vann þennan slag og segir við mömmu, þú borgar á morgun. Nema það að dóttirinn segir við mig að þetta sé í fyrsta skipti sem mamma hennar smakkar Sushi en hefur lengi langað til að prófa,“ segir Anna og bætir við:

„Ég spurði mömmuna hvernig smakkaðist og hrósaði henni fyrir hvað hún hefði verið flink með prjónana, hún sagði ljómandi gott og hló lítilega, á leiðinni út hvíslar dóttirin að mér ,,,hún er 94 ára :-)þetta er dásamlegast vakt sem ég hef unnið í langan tíma þó að það sé ekkert að gera í þessu covid ástandi.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Jólaævintýri á Hótel Rangá – Þrettán réttir og þjónað til borðs

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Hótel RangáHótel Rangá býður upp á ómótstæðilegan þrettán rétta jólaseðil á aðventunni....

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -