Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Anton harðneitar að vita nokkuð um Rauðagerðismorðið: „Hefði tekið fyrir að þetta yrði gert“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Toni harðneitar að hafa vitað af því að morðið á Armando Beqitai væri í pípunum hjá Angjelin Sterkaj. Þá segir hann einnig að meint skuld hans við Armando ekki eiga við rök að styðjast. Vísir greinir frá þessu í dag.

Anton Kristinn Þórarinsson, oft kallaður Toni, sagði við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að sú sekt sem sagt hafi verið að hann skuldaði hinum látna, eigi ekki við rök að styðjast. Harðneitaði hann að hafa vitað af áformum Angjelin Sterkaj um að myrða Armando Beqirai. Sagði hann að það væri ekki satt að þeir Armando Beqitai og Goran Kristján Stojanovic, hafi komið 50 milljón króna sekt á hann.

Anton Kristinn, eða Toni.

Á mánudaginn sagði Angjelin Sterkaj, sem játað hefur á sig morðið, við aðalmeðferð málsins að þeir Armando og Goran hefðu viljað 25 milljónir á mann frá Antoni. Sagði hann ennfremur að þeir félagar hafi beðið sig að taka börn Antons til að setja aukapressu á að hann borgaði sektina. Því hafi hann neitað og hófust þá miklar deilur þeirra í millum sem að lokum enduðu þannig að Angjelin skaut Armando til bana í Rauðagerði, 13. febrúar síðastliðinn.

Varahéraðssaksóknari, Kolbrún Benediktsdóttir, spurði Anton hvort staðhæfing Angjelin um sektina ætti við rök að styðjast en svaraði Anton því með orðunum „ég tjekkaði á því. Það reyndist ekki eiga við rök að styðjast,“ Spurði þá Kolbrún hann hvort hann hefði vitað af áformum vinar síns, Angjelin, um að drepa Armando. Kvaðst Anton ekki hafa vitað af því, „hefði ég vitað þetta hefði ég tekið fyrir að þetta yrði gert.“

Mynd: Skjáskot Rúv.is

Anton sagðist hafa fengið símtal frá Goran fyrir morðið þar sem Goran bað hann að losa sig við Angjelin vegna deilna sem Anton sagðist ekki hafa vitað um.

Samkvæmt gögnum sem lekið var á internetið í byrjun árs, hafði Anton verið uppljóstrari hjá lögreglunni um nokkurt skeið. Kolbrún spurði hann hvort hann hefði orðið fyrir aðkasti eða hótunum vegna þess.
„Nei, það var orðrómur um það, “svaraði Anton.“ Kolbrún spurði þá hvort hann hefði gert einhverjar ráðstafanir vegna þeirra hótana en því neitaði Anton en bætti þó við að hann hefði redda vinum að utan, byggingarvinnu hér á landi.
Þá spurði Kolbrún hann hvort það væri rétt að þeir Armando og Goran hefðu ætlað að gera honum mein vegna lekans. „Það var orðrómur löngu á undan en staðreyndin er sú að það var ekki,“ svaraði Anton og bætti við að Angjelin hefði sagt honum þann orðróm. Ennfremur sagðist hann ekki hafa vitað af byssueign vinar síns og aldrei hafa séð byssuna, hvað þá snert hana sjálfur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -