Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Anton Sveinn synti í Tókýó með sorg í hjarta eftir sjálfsvíg föður síns: „Sofðu rótt, ég elska þig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anton Sveinn McKee er einfaldlega einn allra besti sundmaður sem Ísland hefur af sér alið. Hann fór á sína fyrstu Ólympíuleika í London árið 2012 aðeins nítján ára gamall og hefur síðan þá verð langbesti sundmaður Íslands.

Anton Sveinn tók þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó sem eru enn í gangi, en frammistaða hans var undir þeim markmiðum sem hann hafði sett sér sjálfur, en allt þetta ár hefur verið erfiður tími fyrir Anton Svein, því faðir hans lést 17. desember í fyrra.

Eftir að ljóst var að Anton Sveinn hafði ekki náð sínum markmiðum sagði hann í samtali við íþróttadeild RÚV að líklega hafi hann spennt bogann of hátt og hefði ekki verið nægilega raunsær miðað við þær erfiðu aðstæður og sorg sem hann hefur glímt við í nokkurn tíma:

„Ég er jákvæður og hvergi nærri hættur þótt þetta hafi ekki gengið upp að þessu sinni,“ sagði Anton og bætti við: „Leiðin liggur bara upp á við hjá mér núna.“

- Auglýsing -

Þessi glæsilegi íþróttamaður og heilsteypti persónuleiki sem skarað hefur fram úr í sundinu í langan tíma sagði að „maður var búinn að undirbúa sig, því miður, undir það að pabbi væri að fara bráðlega,“ en faðir Antons Sveins, Róbert Ólafur Grétar McKee, greindist með hinn hræðilega taugahrörnunarsjúkdóm MND, í desember árið 2019, og á innan við ári lagði sjúkdómurinn hann að velli.

MND er ólæknandi sjúkdómur en misjafnt er hversu hratt hann leggst á fólk, en í tilviki Róberts föður Antons Sveins, ágerðist þessi hræðilegi sjúkdómur afar hratt:

„Pabbi var greindur með MND og hann fór mjög hratt frá okkur; hann tók sitt eigið líf og það voru miklar og erfiðar tilfinningar hjá fjölskyldunni frá því hann greindist og þangað til hann lést. Ég gaf mér tíma til að syrgja og takast á við sorgarferlið, en ég held að miðað við þessar aðstæður hafi ég gert óraunhæfar væntingar til sjálfs míns varðandi Ólympíuleikana; núna átta ég mig á því að það að koma hingað til Tókýó og ætla að skara fram úr eftir þessa erfiðu tíma var ekki raunhæft markmið hjá mér,“ sagði toppmaðurinn Anton Sveinn sem á afar fallegar minningar um föður sinn:

- Auglýsing -

„Ég væri ekki keppnismaðurinn sem ég er án þess uppeldis og kennslu sem ég fékk frá pabba,“ sagði hann í viðtali við Fjarðarpóstinn á sínum tíma:

„Hann var alltaf mikill íþróttamaður sjálfur og hvatti mig áfram. Ég mun synda fyrir hann áfram.“

Eftirnafnið „McKee kemur frá föður mínum, Róberti Ólafi Grétari McKee, sem var hálfur Bandaríkjamaður. Ég er því einn fjórði Kani, en eins íslenskur og ég get orðið; innfæddur Gaflari; fæddur og uppalinn í Hafnarfirði.“

Það lýsir því vel hversu mikill kærleikur var á milli feðganna Antons Sveins og Róberts þegar lesin eru minningarorð sem sonurinn skrifaði til föður síns:

„Elsku pabbi minn. Ég vildi ég hefði getað sagt þessi orð við þig, þér við hlið á þinni hinstu stundu. Það er vont að vita að þú hafir farið í sumarlandið án þess að fá að heyra mig segja við þig einu sinni enn hversu mikið ég leit upp til þín, hversu mikið ég elskaði þig og hversu vænt mér þótti um öll þau skipti sem þú kenndir mér á lífið, þótt ég hafi stundum streist á móti.

Ég er þakklátur fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og fyrir alla þá kennslu sem þú veittir mér í gegnum lífið, hún gerði mig að þeim manni sem ég er í dag og ég á þér allt að þakka sem mér hefur tekist að áorka í lífinu. Þú kenndir mér að gefast aldrei upp, sama hversu erfitt verkefni lá fyrir eða óhugsandi markmið þurfti að vera sett. Þú hafðir alltaf trú á mér og gafst aldrei upp á mér.

Eftir sigrana kenndirðu mér að fara ekki fram úr mér, melta sigurinn og horfa svo á hvaða markmið tækju við næst. Ég gleymi því aldrei hvað ég var glaður að sjá þig fyrir utan sundlaugina eftir 200 m bringuna á EM 2019 og eftir að hampa framförum í smástund var umræðan strax komin í hvað hefði mátt fara betur og hvernig við ætluðum að bæta það á æfingum.

Allur sá árangur sem ég náði var þér að þakka. Þú vaktir mig alltaf klukkan fimm á morgnana og keyrðir mig á morgunæfingu, sást til þess að ég færi ekki fram úr mér með aukaæfingum eða álíka vitleysu, að ég nærðist vel og hjálpaðir við heimalærdóminn svo ég gæti farið fyrr að sofa. Minn árangur var og er þökk sé þínum fórnum og kennslu á lífið.

Ég verð alltaf þakklátur fyrir það sem þú hefur gefið mér á lífsleiðinni og ég vona að ég geti verið jafn góður faðir og þú varst í framtíðinni. Þín verður sárt saknað og það verður erfitt að halda áfram án þinna ráðlegginga, en ég mun gera mitt besta til að halda heiðri þínum á lofti í öllu sem ég geri. Hlakka til að synda með þér í Tókýó.

Sofðu rótt, ég elska þig.

Þinn,

Anton Sveinn McKee.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -