Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Arion banki rukkar látinn mann: Sonur hans skorar á bankann að gera góðverk og hætta að særa fólk með ónærgætni sinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Atli Magnússon lést þann 14. júní í sumar, 74 ára að aldri. Núna í september barst honum hins vegar bréf frá Arion banka þar sem bankinn hvetur hann til að greiða gjaldfallna skuld sína.

„Í gærkvöldi beið mín þetta bréf. Sólvangur hafði sent það áfram til mín. Það er dagsett 2. september sl. og í því hvetur Arion banki pabba til að leysa málin með sér. Pabbi dó í júní, bankinn fékk upplýsingar um það degi síðar. Skiptum var lokið 3 vikum eftir dánardag og dánarbúið úrskurðað eignalaust,“ skrifar sonur hans Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Um er að ræða kröfu að fjárhæð 13.180 krónur sem gjaldfærð hefur verið á kreditkort Atla og kemur fram í bréfinu að innheimtukostnaður að upphæð 2.100 krónur muni gjaldfærast á kortið samkvæmt gjaldskrá bankans. Í haus bréfsins stendur stórum stöfum „finnum lausn saman.“

„Pabbi kemur ekki til með að finna lausn með Arion banka eða öðrum banka. Það kæmi mér samt ekki á óvart ef lögfræðideildin héldi sínu striki og starfaði áfram samkvæmt einhverjum ferlum og sói þannig tíma og fjármunum bankans við að finna lausn með pabba. Ég skora á bankann að reikna heldur tímann sem fer í þessa vitleysu og setja á hann verðmiða. Gefa upphæðina góðu málefni. Með því gerir bankinn góðverk og hættir að særa fólk út í bæ með ónærgætni sinni,“ segir Grímur.

Bréfið er dagsett rúmlega tveimur mánuðum eftir andlát Atla.

Fjöldi einstaklinga hefur skrifað athugasemdir við færslu Gríms á Facebook og er ljóst að þetta atvik er ekki það eina af sama toga.

Grímur endar á að segja að líklega sé um að ræða stuðning föður hans við UNICEF sem skuldfærður var mánaðarlega af kreditkorti hans, en hann segir föður sinn ávallt hafa stutt UNICEF samviskusamlega og þegar hann gat Omega sjónvarpsstöðina líka.

„Ef allir létu jafn mikið hlutfall rakna til góðgerðarmála og pabbi gerði af jafn litlum tekjum þá væri talsvert betur komið fyrir okkar minnstu bræðrum og systrum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -