Föstudagur 27. maí, 2022
13.1 C
Reykjavik

Arna Ýr úr fegurðarsamkeppnum í fæðingar: „Þetta er eitthvað sem að konan á“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Arna Ýr Jónsdóttir – hana þekkja eflaust margir fyrir þátttöku sína í fegurðarsamkeppnum en hún lagði  “kórónuna“ á hilluna fyrir nokkrum árum.

Arna er búsett í Kópavogi með unnusta sínum Vigni Bollasyni og tveimur börnum, þeim Ástrós Mettu og Nóa Hilmari. Systkinin deila sama afmælisdegi en Ástrós varð tveggja ára þann 21 júní síðastliðinn, sama dag og yngri bróðirinn Nói kom í heiminn.

Falleg fjölskylda – Arna og Vignir með Nóa litla og Ástrósu

„Það munaði einni mínútu, hann er fæddur 23:59,“ sagði Arna sem horfði á klukkuna upp á vegg af og til meðan á fæðingunni stóð en Nói kom í heiminn í stofunni heima.

Hún segist alla tíð hafa haft áhuga á ljósmæðrafræði og kviknaði áhuginn fljótt á fæðingum.

„Ég hef verið að horfa á fæðingar á youtube á netinu bara frá því ég fékk aðgang að tölvu, það eru kannski fáir sem vita það“.

Hún segist hafa tekið ákvörðun um að leyfa sjálfri sér að upplifa ævintýri og taka þátt í fegurðarsamkeppnunum áður en kæmi að því að setjast á skólabekk og stofna fjölskyldu. Stefnan hafi þó alltaf verið á ljósmæðrafræðina.

Fæðing Nóa heima í stofu
- Auglýsing -

Sem unglingur upplifði Arna óöryggi og óvissu þegar henni varð hugsað til námsins. Hún efaðist um sjálfa sig eins og margir eiga til með að gera á þeim aldri en sannaði það fyrir sjálfri sér og öðrum að hún gæti vel orðið ljósmóðir. Hún hefur nú lokið fyrsta ári í hjúkrunarfræði með tvö lítil kríli upp á arminn og gengur vel.

Eftir fæðingu Nóa birti Arna myndband af fæðingunni á Instagram reikningi sínum og vakti það töluverða athygli. Hún hafi fengið mjög góð og jákvæð viðbrögð vegna þess og brennur hún fyrir því að konur geti frætt sig, og maka fyrir fæðingu.

Eitt dæmi hafi komið upp þar sem spurningin var hver réttur barnsins væri á birtingu myndbandsins en segir hún fræðsluna trompa allar slíkar vangaveltur. Hún hafi þó ekkert slæmt um manneskjuna að segja þrátt fyrir athugasemdina.

Arna og Nói hittast í fyrsta sinn – dásamlegar myndir
- Auglýsing -

„Fæðingin er eitthvað sem að konan á og þetta er alveg hennar finnst mér. Ég veit bara ekki hvar maður væri ef maður hefði ekki alla fræðsluna.“

Þá leggur hún áherslu á að myndbönd og fræðsla hafi áhrif á allt ferlið þegar kemur að undirbúningi fyrir fæðingu. Konan sé þá betur undirbúin og líklegri til þess að geta brugðist sem best við öllum þeim uppákomum sem geta átt sér stað í fæðingu.

„Við værum að taka skref aftur á bak ef það má ekki sýna frá þessu“.

Arna algjör nagli í miðri fæðingu

Undirbúningurinn er einnig fyrir maka og börn en hún segist þó halda að feðurnir viti meira en við konurnar ef til vill gerum ráð fyrir, segir hún og hlær.

„Ef maður er undirbúinn þá er minna um fæðingakvíða. Þá getur maður áttað sig betur á því hvert fæðingin getur farið, ef eitthvað kemur upp á og þá er maður betur í stakk búinn til þess að tækla það í mómentinu. Ef mamman kemur ágætlega út úr fæðingarferlinu þá er minna um fæðingaþunglyndi reikna ég með og betur í stakk búin til þess að sinna barninu. Þetta helst allt í hendur,“ segir Arna sem er ánægð með jákvæð viðbrögð við myndbandinu.

„Fyrst að ég er komin inn í hjúkrunarfræðina þá veit ég að ég mun ekkert stoppa núna úr þessu, ég ætla mér að verða ljósmóðir.“

Arna undir lok meðgöngunnar

Þegar horft er til framtíðar á Arna sér marga drauma. Einn þeirra er að aðstoða fólk sem hefur ekki greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Þá hefði hún áhuga á sjálfboðaliðastarfi í mæðravernd.

„Maðurinn minn er kírópraktor og hann hefur verið í sjálfboðaferðum erlendis að aðstoða fólk sem hefur ekki kost á þessari heilbrigðisþjónustu. Við höfum oft talað um það að það væri gaman að fara sem hjón í framtíðinni og vinna með fólki úti“.

Arna Ýr er ekki bara fegurðardrottning heldur fyrirmynd fyrir ungar konur. Þá er aldrei að vita hvar maður sér Örnu næst, ef til vill á fæðingardeildinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -