Laugardagur 25. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Arnar hefur áhyggjur af drengjum: „Þroski þeirra er í uppnámi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar Sverrisson sálfræðingur segir íslensk skólakerfi fullkomlega vanbúið til að ala upp og kenna veikara kyninu, drengjum. Hann hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum vegna kynröskun stúlkna og hinni nýju móðursýki hérlendis.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Arnar skrifar um áhyggjur sínar. Grein sálfræðingsins, „Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“, vakti upp reiði innan hinsegin samfélagsins á Íslandi. Formaður Trans Íslands sagði greinina uppfulla af dylgjum og rangfærslum af verstu gerð en í henni er meðal haldið fram að trans fólk sé brenglað. Nú ritar hann aðra aðsenda grein í Morgunblaðið.

„Um þessar mundir eru það almælt tíðindi, að drengir séu umvörpum tregir – í einkunnum mælt. Þeir eru hvorki læsir né skrifandi, svo viðunandi sé. Stjórnmálamenn og almenningur yppir öxlum. Umræðan um þessa mannréttindahörmung er svo rýr í roðinu, að Hermundur Sigmundsson sálfræðingur jafnar henni við þöggun. Samtímis þessum tossagangi verða sjúkdómsgreiningarnar stöðugt skrautlegri og lyfjagjafir færast jafnt og þétt í vöxt til að halda staulunum í skefjum. Svo vanbúið er skólakerfið til uppeldis og kennslu veikara kynsins,“ segir Arnar.

Arnar gerir skólastáka að umtalsefni og kallar þá hina nýju undirstétt skólanna. Drengirnir séu slæmu krakkarnir í skólastarfinu og vísar hann þar meðal annars til niðurstöðu langtímarannsóknar Lynn A. Barnett á þrjú hundruð skólabörnum sem sýni að strax í fyrsta bekk sýni kennarar gáskafullum drengjum andúð. Þá eigi kvenkennarar einkum erfitt með að meta hæfni stráka. „Margir hafa síðustu áratugi bent á, að blikur séu á lofti í skólastarfi og að við flytum sofandi að feigðarósi. Það fjölgar stöðugt þeim rannsóknarniðurstöðum, sem valda mannúðarsinnum, eiginlegum jafnréttissinnum, og velunnurum barna, hrolli millum skinns og hörunds,“ segir Arnar sem telur að þroski drengja á skólaaldri sé í uppnámi.

„Svo vanbúið er skólakerfið til uppeldis og kennslu veikara kynsins.“

Arnar bendir á rannsóknir sem sýna að kennarar hafi færri og rýrari væntingar til kalkyns nemenda sinna. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort drengir bíði hreinlega tjón af skólagöngu sinni. „Í átta ára gamalli rannsókn komu í ljós m.a. eftirtalin einkenni á námi drengja; drógust aftur úr í námi og töldu sig ekki færa um að vinna það upp; þekkingarleysi í lestri, skrift og reikningi allar götur frá leikskóla og fyrstu stigum grunnskóla; leiði, sem leiddi til truflana í kennslustundum; slæmt samband við kennara; framandi námsefni; aukinn þrýstingur eftir tíu til tólf ár í skóla og skortur á hjálp í því sambandi; vantrú á, að góður árangur í skóla stuðlaði að því, að þeir fengu vinnu; hræðsla við skuldir í tengslum við háskólanám; ónægur undirbúningur til að takast á við meginumbreytingaskeið á unglingsaldri; afskornir frá samfélaginu og heimi fullorðinna; einelti; ofbeldi eða ofbeldisógn í hvunndeginum. Þá fóru þeir, sem fyrir ofbeldi urðu, leynt með reynslu sína. Umhverfis okkur fjölgar dapurlegum niðurstöðum rannsókna á drengjum í skóla. Þroski þeirra er í uppnámi,“ segir Arnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -