Föstudagur 12. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Arnar segist hafa fundið glufu og selur áfengi heima að dyrum samdægurs

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Arnar Sigurðsson, eigandi Santewines, telur sig hafa fundið glufu í lögum sem gerir honum kleyft að fara fram hjá einkaleyfi ÁTVR á sölu áfengis hér á landi. Hann telur þetta nokkuð skothelt en rætt var við hann í sjónvarpsfréttum RÚV.

Þessi smuga hans er ekki flókin. Fyrirtækið er skráð í Frakklandi og með erlenda hýsingu á vefsíðunni. Því er það flokkað sem erlend netverslun en Íslendingar mega versla í gegnum slíkar verslanir. Þegar það var leyft hafa menn líklega ekki gert ráð fyrir því að hægt væri að fá vínið erlendis samdægurs. En Arnar er með lagerinn hér.

„Við erum búin að skoða allar hliðar málsins og með ótal lögfræðiálit á því og það er engan blett að finna á þessu. Það er voðalega sérstakt viðhorf að ætla sér að hafna internetinu,“ sagði Arnar á RÚV en rafræna auðkenningu þarf til að versla á vefsíðunni. Þar kemur einnig fram að vöruhúsið er lokað á sunnudögum, en sumir hafa barist fyrir því að fá að kaupa áfengi á þeim dögum. Þar má helst nefna dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -