Mánudagur 20. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Arnari vísað á dyr í leikskóla á Seltjarnarnesi: „Þurfti að keyra heim með strákinn hágrátandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar nokkur, íbúi á Seltjarnarnesi, segir að dagurinn sé ónýtur hjá sér og konu sinni eftir að hafa komið að lokuðum dyrum á leikskóla sonar síns í morgun. Mannekla hafi orðið til þess að leikskóladeildinni var lokað og þurfti Arnar því að keyra aftur heim með strákinn hágrátandi

Arnar segir frá upplifun sinni í hópi hverfisbúa á Facebook. Við skulum gefa honum orðið:

„Mér og tveggja ára stráknum mínum var vísað á dyr í leikskólanum í morgun og tjáð að deildinni hans hefði verið lokað vegna manneklu. Ég þurfti því að keyra heim með strákinn hágrátandi yfir því að fá ekki að fara í leikskólann og dagurinn hjá okkur foreldrunum í rúst. Fyrirvarinn var bókstaflega enginn og tæplega það, því það var sendur út tölvupóstur klukkan 8:02 í morgun. Er þetta einfaldlega nýi raunveruleikinn sem börn og foreldrar á Seltjarnarnesi þurfa að sætta sig við, svona í kjölfar þess sem hefur gengið á núna í haust?,“ spyr Arnar.

Fjölmargir bæjarbúa hafa tekið þátt í umræðunni undir færslu Arnars. Þórdís segir þetta því miður vera raunveruleikann. „Þetta hefur komið fyrir á mörgum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í mörg ár. Ekkert nýtt því miður,“ segir Þórdís.

Tómas, íbúi á Seltjarnarnesi, telur að þennan vanda þurfi að leysa hið fyrsta. „Leikskólakennarastarfið og önnur leikskólastörf eru meðal þeirra mikilvægustu í samfélaginu og ættu því að vera hálaunastörf. ef þau væru hálaunastörf væri þetta ekki vandamál,“ segir Tómas.

Guðjón biður Arnar og fleiri íbúa um að vera ekki að kvarta þetta. „Stjórnendur leikskólans geta með engu móti gert neitt í þessu. Við erum í flensu tímabili ofan í covid þar sem fólk er bókstaflega beðið um að vera heima við minnstu einkenni. Það er spurning um að menn og konur girði í brók og fari ekki að grenja í hvert skipti sem hallar á…“ segir Guðjón ákveðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -