Föstudagur 23. september, 2022
10.1 C
Reykjavik

Árni Harðarson keypti verðlaus hlutabréf á tugi milljóna fyrir Róbert Wessmann

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í október 2015 greindu fjölmiðlar frá því að Árni Harðarson, starfsmaður og lögmaður Róberts Wessman, hafi staðið að baki kaupum á hlutabréfum lífeyrissjóða í Landsbankanum. Hann mun hafa keypt bréfin í gegnum Urriðahæð ehf. fyrir tugi milljóna króna og hafði þannig tryggt Róberti Wessman um 60 prósent hlutabréfa að baki hópmálsókninni.

Samkvæmt frétt mbl.is um málið er talið að kostnaður þeirra Róberts og Árna hafi verið allt að 86 milljónir króna fyrir utan tugmilljóna kostnað við kaup verðlausra hlutabréfa og miðast sú fjárhæð við hlutfall kostnaðar sem hluthafar myndu bera í gegnum málsóknarfélagið. Samkvæmt upplýsingum lögmanns Landslaga í fjölmiðlum á þessum tíma var sagt að stærstu hluthafarnir, sem ættu að lágmarki 500 þúsund hluti myndu greiða fimmtán prósent af nafnverði hlutabréfa sinna til þess að geta tekið þátt í fyrirhugaðri hópmálsókn. 

Sjá meira hér: Róbert Wessmann fjármagnaði rúmlega 100 milljón króna málsókn gegn Björgólfi Thor. 

Róbert Wessman hefur frá árinu 2010 fjármagnað málarekstur fyrrum hluthafa Landsbanka Íslands, gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni, fyrrum eiganda bankans, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs. Heildarkostnaður vegna málareksturs og kaupa á verðlausum hlutabréfum bankans er vel á annað hundrað milljónir króna. Þekktir einstaklingar hafa stigið fram í málinu fyrir tilstuðlan Róberts og má þar nefna Kristján Loftsson úr Hval og Vilhjálm Bjarnason fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. Lögmannsstofa Róberts hefur nú unnið að málinu samfleytt í nærri 10 ár en það hefur þvælst um öll stig dómskerfisins á Íslandi án endanlegrar niðurstöðu.

Þeir Róbert og Árni lögðu mikið kapp á að sýna fram á breiðan hóp hluthafa sem stæðu að málinu en talið er að fyrir klaufagang Árna hafi fjölmiðlar komist á snoðir um uppkaup hans á hlutabréfum lífeyrissjóðanna. Til hafi staðið að bæði Róbert og Árni væru áfram faldir og gætu stýrt málinu áfram í gegnum lögmann sinn hjá Landslögum án vitneskju fjölmiðla. 

Árni Harðarson, stjórnarmaður hjá Alvogen.

Sjá einnig: Vilhjálmur Bjarnason staðfestir aðkomu Róbert Wessmann að málsókn gegn Björgólfi Thor. 

- Auglýsing -

Miðað við fjölda hlutabréfa sem Róbert og Árni höfðu tryggt sér má ætla að kostnaður þeirra félaga við málareksturinn sé vel á annað hundrað milljónir króna sem hafi verið greitt til fjármögnunar málsóknarfélagsins og til kaupa á verðlausum hlutabréfum. Samkvæmt heimildum Mannlífs stóð Róbert einnig straum af ýmsum öðrum kostnaði vegna málsins án þess að það færi beint í gegnum málsóknarfélagið. 

Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður Róberts hjá Landslögum, hefur unnið við fjölda persónulegra mála og má þar nefna málarekstur og vörn félags Róberts vegna skaðabótamáls fyrrum starfsmanns Róberts, Matthíasar Johannessen sem fékk dæmdar um 1400 milljónir króna í bætur frá Róbert og svo hinsvegar ærumeiðingamál Róberts gegn fyrrrum ritstjóra Viðskiptablaðsins en það mál tapaðist líka.

Sjá einnig: Kristján Loftsson í boði Róberts gegn Björgólfi Thor.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -