• Orðrómur

Árni og Róbert sagðir brjóta bankaleynd með gagnaleka – Fjármálaeftirlitið svarar engu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, og Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og Alvotech, eru sakaðir um að hafa brotið bankaleynd með gagnalekum til fjölmiðla. Halldór Kristmannsson, hægri hönd Róberts til 18 ára, sendi frá sér yfirlýsingu í fyrradag þar sem hann varpar ljósi á skæruhernað forstjórans um 11 ára skeið. Fullyrt er að Róbert hafi stýrt „skæruliðadeild“ innan fyrirtækjanna til að klekkja á óvildarmönnum og nýtt til þess trúnaðargögn sem falla undir bankaleynd.

Gögnum innan úr Landsbanka Íslands og Straumi banka hafi skipulega verið lekið til fjölmiðla og lögmannstofunnar Landslaga til að koma höggi á óvildarmenn forstjórans. Samkvæmt yfirlýsingu uppljóstrara fyrirtækjanna eru óvildarmenn Róberts vel á þriðja tug talsins og eru þekktir einstaklingar úr íslensku viðskiptalífi. Fullyrt er að Árni hafi lekið viðkvæmum trúnaðarupplýsingum til fjölmiðils sem Róbert hafi fjármagnað og síðar eignast.

Halldór segir í yfirlýsingu hafa lagt fram gögn sem staðfesti þessa málavexti. Halldór hefur áður sagt að málefni óvildarmanna Róberts hafi verið ástæða vaxandi ágreinings þeirra á milli sem leiddi til átaka milli þeirra innan fyrirtækjanna og varð síðar til þess að hann sendi stjórnum fyrirtækjanna bréf og upplýsti um stöðu mála.

- Auglýsing -

Þór Kristjánsson er framkvæmdastjóri hjá Alvogen. Hann var áður bankaráðsmaður hjá bæði Landsbankanum og Straumi.

„Lítill vinnufriður vegna þráhyggju og haturs Róberts“

 Í yfirlýsingu segir Halldór að oft hafi verið lítill vinnufriður vegna stöðugs þrýstings Róbers á að koma höggi á óvildarmenn.

- Auglýsing -

„Á löngum köflum gafst lítill tími til að sinna mikilvægum málefnum innan fyrirtækjanna vegna verkefna sem höfðu ekkert með rekstur þeirra að gera. Að lokum var svo komið að ég sem stjórnandi og hluthafi gat ekki horft lengur upp á þráhyggju og hatur Róberts gagnvart þessum aðilum og hvernig fyrirtækjunum var beitt í þeim efnum. Ég gerði alvarlegar athugasemdir við Róbert sumarið 2018 og aftur á átakafundi þann 1. september 2020 vegna þessara mála, en þá voru málefni meintra óvildarmanna orðin einstaklega persónuleg og meiðandi. Í framhaldinu átti ég ekki annan kost en að stíga fram sem uppljóstrari og greina stjórnum fyrirtækjanna frá málavöxtum.“

Róbert lagði tvo milljarða króna í fjölmiðla

Stundin fjallaði nýlega um hvernig Róbert Wessman hafi fjármagnað fjölmiðla á Íslandi og nýtt þá til að koma höggi á óvildarmenn sína. Talið er að hann hafi lagt allt að tvo milljarða króna í fjölmiðla og lungað að þeim fjármunum hafi farið í fjölmiðla tengda Birni Inga Hrafnssyni sem rak og átti DV og Vefpressuna. Samkvæmt heimildum Mannlífs var stór hluti af trúnaðarupplýsingum sem varða bankaleynd lekið til fyrrgreindra fjölmiðla. Lára Ómarsdóttir sem hefur verið talsmaður Aztiq Fund og Róberts á Íslandi segir í samtali við Stundina að það hafi verið tilviljun ein að Aztiq og tengdir aðilar hafi fjármagnað og eignast Pressuna og síðar Birtíng.

- Auglýsing -

Halldór birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni í gær þar sem hann segir að líf sitt hafi tekið talsverðum breytingum frá því að hann steig fram sem uppljóstrari í janúar.

Fjármálaeftirlitið neitaði að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengust engin svör frá Árna, Láru né Róberti vegna ásakananna.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -