Miðvikudagur 8. febrúar, 2023
-3.2 C
Reykjavik

Aron Einar Gunnarsson og endurkoma í íslenska landsliðið: „Ég held að það sé ekki sjéns“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sparkspekingarnir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football telja að það séu litlar líkur á því að Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði,  gefi kost á sér í landsliðið í næsta mánuði verði hann valinn í hópinn.

Ár er liðið frá því að Aron Einar var síðast hluti af landsliðshópi íslenska landslðisins: En síðastliðið haust var lögð fram ákæra á hendur honum sem og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, sem í dag er leikmaður FH, fyrir nauðgun.

Hérðassaksóknari felldi málið niður nýlega og í Fréttablaðinu í vikunni gaf Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ grænt ljós á að velja Aron Einar á nýjan leik í landsliðið.

Landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni er því algjörlega heimilt að velja Aron Einar í næsta lands­liðs­hóp.

Framundan eru verkefni hjá landsliðinu; í júní eru leikir í Þjóðadeild UEFA, og æfingaleikur gegn San Marínó.

„Ég held að það sé ekki sjéns,“ sagði sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson er hann var spurður hvort hann teldi að Aron Einar myndi gefa kost á sér í landsliðið á nýjan leik.

- Auglýsing -

Einnig var farið yfir stöðu annarra landsliðsmanna í þættinum: Töldu sparkspekingar Dr. Football, Hrafnkell, Hjörvar Hafliðason og Albert Brynjar Ingason, að Guðlaugur Victor Pálsson, Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason myndu líklega ekki gefa kost á sér í landsliðið á næstunni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -